fbpx

Ofurtenging yfir Atlantshaf krefst viðamikilla virkjana

Kvennablaðið birti 19. nóvember 2018 fréttaskýringu þar sem er meðal annars fjallað um áform breska félagsins Atlantic Superconnection um raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Meðal annars segir frá því að fyrirtækið hafi árið 2015 fengið leyfi Orkustofnunar til að gera rannsóknir á hafsbotni með slíkan streng í huga. Frést hafi í haust að svissneska félagið DC Renewable Energy sem er tengt Atlantic Superconnection, eigi nú 13% hlut í HS Orku. Sjá nánar í frétt Kvennablaðsins.

Ofurtenging yfir Atlantshaf krefst viðamikilla virkjanaframkvæmda

Innstunga ESB?

Atlantic Superconnection segist nú bíða samþykkis stjórnvalda í Bretlandi og á Íslandi, ásamt ákvörðun um hvernig raforkuþörf sæstrengsins yrði mætt, og staðfestingu frá Landsneti um styrkingu íslenska raforkunetsins í tæka tíð. Að því öllu fengnu geti fyrirtækið hafist handa við framkvæmdir á næsta ári, 2019. Systurfélagið Disruptive Capital Finance muni, með aðkomu banka, lífeyrissjóða, lánastofnana og fjárfesta, leiða fjármögnun verkefnisins.
Árið 2019 myndi þá fara af stað framkvæmdaáætlun, samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins, til ársins 2025, sem hefst á að reist yrði verksmiðjan þar sem sæstrengurinn yrði framleiddur. Árið 2025 væri framkvæmdinni lokið og afhending raforku um sæstrenginn myndi hefjast.

Nánar á vefsíðu Kvennablaðsins

Miðstjórn Framsóknarflokksins ályktar gegn orkupakkanum

Fréttavefurinn viljinn.is sagði frá því 18. nóvember 2018 að miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hafi samþykkt svohljóðandi ályktun: „Orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Miðstjórn Framsóknarflokksins áréttar mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga og minnir á að stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Auk þess hefur Ísland enga tengingu við orkumarkað ESB og Framsóknarflokkurinn telur slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Því skal fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans.“ Nánar á vef viljinn.is

Silfrið: Þingmenn tókust á um orkupakkann

Rósa Björk og Sigmundur Davíð

Rætt var um þriðja orkupakkann í Silfrinu 18. nóvember 2018. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar voru gestir þáttarins.  Hér má horfa á þáttinn og hér er frétt ruv.is um þáttinn.

Ísland undirgangist ekki sameiginlegan orkumarkað ESB

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill klára þriðja orkupakkann með fyrirvara. Hann yrði um að Ísland undirgangist ekki ákvæði um sameiginlegan orkumarkað Evrópu fyrr en og ef Íslendingar ákveddu einhvern tímann í framtíðinni að þeir vildu tengjast Evrópu með sæstreng. Þetta sagði Sigurður Ingi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag 17. nóvember 2018. Nánar í frétt RÚV