Ofurtenging yfir Atlantshaf krefst viðamikilla virkjana

Kvennablaðið birti 19. nóvember 2018 fréttaskýringu þar sem er meðal annars fjallað um áform breska félagsins Atlantic Superconnection um raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Meðal annars segir frá því að fyrirtækið hafi árið 2015 fengið leyfi Orkustofnunar til að gera rannsóknir á hafsbotni með slíkan streng í huga. Frést hafi í haust að svissneska félagið DC Renewable Energy sem er tengt Atlantic Superconnection, eigi nú 13% hlut í HS Orku. Sjá nánar í frétt Kvennablaðsins.

Deila þessu: