fbpx

Heimilin hafa borið kostnað vegna fyrri orkupakka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi meðal annars um orkupakka þrjú í ítarlegu viðtali við Útvarp Sögu. Hann benti meðal annars á að fyrri orkupakkar hafi þegar haft fjárhagslegan kostnað í för með sér fyrir heimilin og hann telur litla ástæðu til að ætla að sá þriðji verði hvalreki. Nánar á vef útvarps Sögu.

Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES

Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra og sá sem stýrði samningaviðræðum Íslands um EES samninginn segir frá því í aðsendri grein á Viljinn.is þann 27. nóvember 2018 að aðildarríki EES-samningsins hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki og að hafna þeim með öllu, án viðurlaga, umfram það að njóta þá ekki réttinda á viðkomandi málasviði. Máli sínu til stuðnings vísaði Jón Baldvin í svar ráðuneytis sem finna má á þingskjali 1276/144

Lesa áfram „Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES“

Dósent við lagadeild HR notar kökusamlíkingu til að útskýra fullveldisframsal

Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR

Fréttavefur ruv.is birti 24. nóvember 2018 viðtal við Bjarna Má Magnússon dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem flutti erindi á ráðstefnunni Fullveldi og þjóðaröryggi í Hörpu. Að sögn Bjarna Más var Ísland að nýta fullveldi sitt þegar það gerðist aðili að EES samningnum, en að hans mati skerðist fullveldið ekki þótt athafnafrelsi kunni að gera það. Rúv spurði Bjarna hvers vegna fólk teldi fullveldið skerðast við samning eins og þriðja orkupakkann? Bjarni Már svaraði: Þetta er svona hugsunarháttur eins og fullveldið sé kaka, svona fullveldiskaka, sem er hægt að sneiða niður í búta og þá bara hverfur fullveldið. Eins og kaka sem fer niður í munn fólks og bara hverfur.

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra vill undanþágu

Sigurður Ingi Jóhannsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gestur Víglínunnar á Stöð2 þann 24. nóvember 2018. Sigurður Ingi svaraði meðal annars spurningum um nýlega ályktun Framsóknarflokksins gegn orkupakkanum. Sigurður Ingi sagðist meðal annars taka undir það sjónarmið Jóns Baldvins Hannibalssonar f.v. ráðherra að ekki væri ástæða til að Ísland ætti taka upp regluverk ESB í orkumálum þegar landið er ótengt orkumarkaði ESB. Sigurður taldi skynsamlegt að Ísland fengi undanþágu frá orkupakkanum og orkupökkum framtíðarinnar og sagðist ekki hafa áhyggjur af EES samningnum af þeim sökum.

Leiðari Morgunblaðsins segir að orkupakkinn fari í þjóðaratkvæði

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þann 24. nóvember 2018 tekur orkupakkann til umfjöllunar og skrifar: „Í fyrst­unni ætluðu yf­ir­völd lands­ins að renna þessu máli í gegn, enda væri það í senn bæði ein­falt mál og sjálfsagt. Eft­ir að menn úr hópi þeirra sem best þekktu til tóku að benda á að ekki væri allt sem sýnd­ist, voru höfð enda­skipti á öll­um rök­semd­um. Nú var málið orðið flókið og þess vegna hefði efa­semd­ar­mönn­um tek­ist að skapa óróa í kring­um það.“ og bætir við „Fari svo, að hlaupalið ut­anaðkom­andi hags­muna, sem kem­ur kunn­ug­lega fyr­ir sjón­ir, láti sig hafa að ganga þess­ara er­inda til enda, má aug­ljóst vera að málið end­ar í þjóðar­at­kvæði.