fbpx

Þriðja þverbeygjan í orkumálum

Eftir Jónas Elíasson, birtist í Morgunbl. 30.1.2019

Jónas Elíasson

Í fyrstu þverbeygjunni var smávirkjanaleiðin yfirgefin og tekin upp stóriðjustefna. Þetta leiddi af sér lægra orkuverð til almennings, landbúnaðar og fiskiðnaðar og var til góðs. Önnur þverbeygjan var orkupakki ESB númer tvö, þá var fyrirtækjum skipt upp til að auka samkeppni, en það bar engan marktækan árangur. En svo mörg ný fyrirtæki voru stofnuð og svo margar nýjar stjórnir settar á stofn að til vandræða horfir í samskiptum orkuiðnaðar og hins opinbera.

Lesa áfram „Þriðja þverbeygjan í orkumálum“

Tómas Ingi Olrich ritar um 3. orkupakka ESB í Mbl.

Tómas Ingi Olrich fyrrv. alþingismaður og ráðherra ritaði grein í Mbl. þann 19. janúar 2019, sem nefnist „Forgjöf Íslendinga„. Þar segir hann m.a: „Orkupakkinn markar leið þeirra aðila, sem vilja virkja markmið ESB um sameiginlegan orkumarkað og auðveldan aðgang yfir landamæri að orku, sem skilgreind er af sambandinu sem vara og þjónusta. Það á sérstaklega við um orku, sem telst sjálfbær.“

Raforkumarkaður Landsvirkjunar

Eftir Elías Elíasson, birt í Morgunblaðinu 13. 12. 2018

Elías B. Elíasson

Landsvirkjun hélt fyrir nokkru morgunverðarfund um orkumarkað í mótun. Það var ánægjulegt að sjá, í erindi Sveinbjörns Finnssonar á fundinum, betur útfærða hugmynd um aðra leið að frjálsum markaði en þá sem undirritaður varpaði fram innan Landsvirkjunar fyrir hálfum öðrum áratug. Hugmyndin gengur út á að verðleggja orku Landsvirkjunar þannig að nokkuð fáist fyrir þann sveigjanleika sem vatnsorka fyrirtækisins hefur umfram jarðvarmaorku.

Lesa áfram „Raforkumarkaður Landsvirkjunar“

Þingmenn efast um orkupakkann

Mbl.is segir frá því 4. desember að sex þingmenn sjálfstæðisflokks hafi opinberlega viðrað miklar efasemdir um þriðja orkupakkann. „Þing­menn­irn­ir eru Páll Magnús­son, Jón Gunn­ars­son, Brynj­ar Ní­els­son, Njáll Trausti Friðberts­son og Óli Björn Kára­son en að auki hef­ur Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fjallað um málið með gagn­rýn­um hætti og sagt að orku­mál Íslend­inga ættu ekki að vera mála­flokk­ur sem heyrði und­ir EES-samn­ing­inn.Sjá nánar á vef mbl.is

Orkupakki Evrópusambandsins

Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ritar grein í Morgunblaðið 29. nóvember 2018 þar sem hann færir rök fyrir því að Ísland eigi ekki að innleiða reglur ESB um orkumál. Jón gerir eftirfarandi tillögu „Setj­umst niður með viðsemj­end­um okk­ar og för­um yfir mál­in á þess­um grunni. Ég sé ekki að þær þjóðir hafi, eins og sak­ir standa, sér­staka hags­muni af því að við inn­leiðum regl­ur ESB um orku­mál. Fyr­ir Norðmenn er málið mik­il­vægt, því þeir eiga í mikl­um og að þeirra mati ábata­söm­um viðskipt­um við Evr­ópu­lönd vegna sölu á raf­orku. Í mín­um huga er þetta ein­falt mál en það má vel vera að niðurstaðan verði flókn­ari en virðist við fyrstu sýn, það kem­ur þá í ljós þegar á reyn­ir.“ Grein Jóns í heild sinni:

Lesa áfram „Orkupakki Evrópusambandsins“