Frétt frá Landssambandi bakarameistara:

Um mitt ár 2003 tóku gildi hér á landi raforkulög þar sem innleidd var samevrópsk löggjöf á sviði raforkumála. Við þá innleiðingu breyttust taxtar og innheimtuferli orkufyrirtækja á landinu. Landssamband bakarameistara vakti athygli á því þá að stærstur hluti raforkunotkunar í bakaríum fari fram á þeim tíma sólarhrings þegar almenn orkunotkun er í lágmarki. Af þeim sökum og áður en að breytingunni kom höfðu bakarí notið betri kjara raforkuverðs, gegn því að hægt væri að rjúfa rafmagn til þeirra á öðrum tímum sólarhringsins.
Lesa áfram „Landssamband bakarameistara hafnar orkupakkanum“