Af lestri orkustefnunnar er ljóst að ekki er hægt að láta ESB ákveða orkustefnu Íslands.
Friðrik Daníelsson skrifar í Mbl:

Orkustefna til ársins 2050 heitir ný skýrsla frá ríkisstjórninni. Við lestur kemur í ljós að stefnumálin eru frá ESB, lítið er um íslensk hagsmunamál en því meira af tískumálum ESB, „loftslagsmál“ eru sögð tilefni helstu stefnumála. Verkfræðilega gegnhugsaða stefnu um mikilvægustu málin vantar í skýrsluna. Hún er slagorðasvaml fram og til baka og lítið fast í hendi, greinilega samin af takmarkaðri þekkingu á orkumálum en meira á EES tilskipunum. „Framtíðarsýn“: „Endurnýjanleg orkuframleiðsla gegnir grundvallarhlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni“. Orkuframleiðsla almennt hefur ekki mælanleg áhrif á loftslag, það er engin loftslagsvá eða útlit fyrir hana þó kólnað hafi lítillega síðasta hálfa áratuginn.
Lesa áfram „Orkustefna rískisstjórnarinnar er frá ESB“