
Eyjólfur Ármannsson skrifar í Mbl:
“ Í umræðu um OP3 minnast stjórnvöld aldrei á orkustefnu ESB en lýsa því yfir að aðalmarkmiði stefnunnar verði ekki fylgt nema með samþykki Alþingis. Frá fyrstu málsgrein fyrstu orkutilskipunar ESB í OP1 hefur markmið orkustefnu ESB verið skýrt. Það er að koma á innri raforkumarkaði ESB með samtengdum og rekstrarsamhæfðum raforkukerfum á milli ESB-ríkja. Þetta aðalmarkmið orkustefnu ESB er margítrekað í OP1, OP2 og OP3.