Stjórnvöld í Undralandi

Eyjólfur Ármannsson lögmaður

Eyj­ólfur Ármanns­son skrifar í Mbl:
“ Í umræðu um OP3 minn­ast stjórn­völd aldrei á orku­stefnu ESB en lýsa því yfir að aðal­mark­miði stefn­unn­ar verði ekki fylgt nema með samþykki Alþing­is. Frá fyrstu máls­grein fyrstu orku­til­skip­un­ar ESB í OP1 hef­ur mark­mið orku­stefnu ESB verið skýrt. Það er að koma á innri raf­orku­markaði ESB með sam­tengd­um og rekstr­ar­sam­hæfðum raf­orku­kerf­um á milli ESB-ríkja. Þetta aðal­mark­mið orku­stefnu ESB er margít­rekað í OP1, OP2 og OP3.

Eyjólfur heldur áfram:
„Orku­stefna ESB ligg­ur fyr­ir og er hún inn­leidd í áföng­um með orkupökk­um. Stjórn­völd og sum hags­muna­sam­tök hafa kynnt sér orkupakk­ana en kannski ekki orku­stefnu ESB. Sagt er að OP3 feli í sér litla breyt­ingu fá OP2, en gæta eigi hags­muna Íslands þegar kem­ur að OP4. Í um­sögn hags­muna­sam­taka (SI) um OP3 eru stjórn­völd brýnd að halda á lofti sér­stöðu Íslands varðandi OP4 um end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og þurfi sú hags­muna­gæsla að hefjast nú þegar. Orku­stefnu ESB verður ekki breytt á inn­leiðing­arstigi. Þá er ein­ung­is hægt að færa rök fyr­ir því að inn­leiðing­in eigi ekki að gilda um Ísland. Fyr­ir ligg­ur að stór hluti OP3 gild­ir ekki um Íslandi. Þrátt fyr­ir það ætla stjórn­völd að samþykkja OP3.

OP3 er að stór­um hluta tækni­leg markaðslög­gjöf en fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu með Sam­starfs­stofn­un eft­ir­litsaðila á orku­markaði (ACER). Evr­ópuþingið tel­ur að með OP3 sé lagður horn­steinn að innri orku­markaði ESB. OP3 er bæði upp­færsla á OP2 og viðbót. Bæði OP2 og OP3 inn­halda ESB-gerðir um raf­orku­viðskipti yfir landa­mæri og regl­ur innri raf­orku­markaðar ESB en með OP3 er auk­inn aðskilnaður sam­keppn­is- og sér­leyf­isþátta, auk­in neyt­enda­vernd og raf­orku­eft­ir­lit. ESB-gerðin í OP2 um að koma á fót evr­ópsk­um hópi eft­ir­litsaðila með raf­magni og gasi er í OP3 orðin að ESB-gerð um stofn­un ACER. Með samþykkt OP3 mun Ísland lúta valdi enn einn­ar stjórn­valds­stofn­un­ar ESB (ACER) með til­heyr­andi af­sali á full­veldi. Ekki nóg með það, í skjóli auk­ins sjálf­stæðis og ein­angr­un­ar raf­orku­eft­ir­lits Orku­stofn­un­ar frá ís­lenskri stjórn­sýslu er ESB-raf­orku­eft­ir­liti á landsvísu plantað inn í ís­lenskt stjórn­kerfi. Það sem meira er, að hvorki er inn­leiðing­in í lands­rétt mark­tæk að stór­um hluta né er að finna grund­völl fyr­ir nú­ver­andi orku­stefnu ESB í EES-samn­ingn­um.“

Nánar á vefsíðu Mbl þ. 1. ágúst 2019

Deila þessu: