fbpx

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður óskar eftir skýrslu um fjórða orkupakka ESB

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður óskar eftir skýrslu um fjórða orkupakkannGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fv. utanríkisráðherra, hefur óskað eftir því í utanríkismálanefnd Alþingis, að unnin verði skýrsla eða greinargerð um áhrif fjórða orkupakkans. Sem kunnugt er, stendur til að afgreiða innleiðingu þriðja orkupakkans nú í lok mánaðarins.

Lesa áfram „Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður óskar eftir skýrslu um fjórða orkupakka ESB“

Skaðabótakröfur á hendur Íslandi gætu hlaupið á milljörðum, höfði ESB mál vegna 3. orkupakkans

Hús hæstaréttar í Reykjavík

Fjórir hæstaréttarlögmenn rita grein í Morgunblaðið 7. ágúst til að vara við hættu á skaðabótamálum gegn ríkinu verði orkupakkinn samþykktur: „Rafmagn er vara samkvæmt EES-reglum og fellur því undir fjórfrelsið svonefnda, sem tryggir frjálst flæði á fólki, vörum, fjármagni og þjónustu innan svæðisins. Með þriðja orkupakkanum skuldbindur Ísland sig til að innleiða reglur um flutning raforku yfir landamæri þar á meðal um sæstrengi.

Lesa áfram „Skaðabótakröfur á hendur Íslandi gætu hlaupið á milljörðum, höfði ESB mál vegna 3. orkupakkans“

ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS – ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

Vefsíða Ögmundar Jónassonar f.v. ráðherra

Kári skrifar:
„Þegar sjónum er beint að lögsögu (jurisdiction) Evrópuréttar og efnahagslögsögu (EEZ) aðildarríkja ESB kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda sterklega til þess að Evrópurétti verði beitt innan efnahagslögsögu ríkja, svo lengi sem aðildarríki [ESB] hefur lögsögu. Enda þótt Evrópusambandið hafi ekki sjálfstæða lögsögu, óháð aðildarríkjum sínum, þá kunna reglugerðir ESB, sem hafa bein réttaráhrif, einnig að hafa réttaráhrif innan efnahagslögsögu.“

Nánar á Ögmundur.is þ. 3. ágúst 2019