fbpx

Heimilin hafa borið kostnað vegna fyrri orkupakka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi meðal annars um orkupakka þrjú í ítarlegu viðtali við Útvarp Sögu. Hann benti meðal annars á að fyrri orkupakkar hafi þegar haft fjárhagslegan kostnað í för með sér fyrir heimilin og hann telur litla ástæðu til að ætla að sá þriðji verði hvalreki. Nánar á vef útvarps Sögu.

Deila þessu:

Þriðji orkpakkinn ræddur í þættinum Harmageddon

Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur var gestur útvarpsþáttarins Harmageddon á Bylgjunni þann 22. nóvember 2018. Frosti sagði meðal annars að Ísland ætti að krefjast undanþágu frá þriðja orkupakkanum í heild sinni enda sé Ísland ótengt orkumarkaði ESB. Ísland væri nú þegar með ýmsar undanþágur frá EES reglum, m.a. undanþágu frá reglum um jarðgas.  Frosti taldi að ESB hlyti að taka vel í að veita Íslandi undanþágu frá reglum EES um raforkumál. Ef slík undanþága fengist ekki auðveldlega væri það skýrt merki um að ESB teldi sig eiga einhverra hagsmuna að gæta varðandi raforku Íslands í framtíðinni. Þátturinn í heild.

Deila þessu:

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður lýsir andstöðu við þriðja orkupakkann

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins lýsti skýrri andstöðu við þriðja orkupakkann í viðtali við Útarp Sögu 16. nóvember 2018. Ólafur segir að Flokkur fólksins hefði tekið þá staðföstu stefnu að náttúruauðlindir landsins eigi að vera skilyrðislaust á algjöru forræði íslendinga og því ber að hafna innleiðingu orkupakka þrjú. ” við erum bara utan við þetta orkukerfi Evrópu og erum því í allt annari stöðu en til dæmis norðmenn hvað þessi mál varðar“, segir Ólafur. Hlusta má á viðtalið á vef Útvarps sögu.

Deila þessu:

Segir hættu á að örfáar fjölskyldur eignist alla orku landsins verði orkupakkinn samþykktur

Guðmundur Franklín ræddi meðal annars Brexit og þriðja orkupakkann í Útvarpi Sögu þann 16. nóvember 2018.  Guðmundur segir að atburðarásin eftir samþykkt pakkans verði fyrirsjáanleg: ” Evrópusambandið bíður færis og með tíð og tíma segja þeir að ekki gangi að hafa orkuna á einni hendi þar sem það gangi gegn samkeppni og því yrði þessu skipt niður á fjögur fyrirtæki svona svipað eins og þegar bankarnir voru gefnir til glæpaklíkna, síðan eftir tíu til fimmtán ár þá eru það bara fjórar fjölskyldur í landinu sem eiga alla orkuna“. Hlusta á þáttinn á vef Útvarp Sögu

Deila þessu:

Alþingi á síðasta orðið

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á gagnrýni á þriðja orkupakkann því ákveðið hafi verið að innleiða orkupakkana fyrir fimmtán árum síðan. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi hafi síðasta orðið. Hægt er að hlusta á þáttinn hér

Deila þessu: