Hjörleifur Guttormsson skrifar: “Í stað þess að breyta Orkustofnun í verkfæri í höndum ESB ætti að tryggja að stofnunin lúti betur almannahagsmunum en nú gerist, þar á meðal um verndun og hlífð gagnvart náttúru landsins.”
Elliði Vignisson: “ Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. „
“Orkan á að tilheyra Ís-lendingum, engum öðrum, og okkur þingmönnum ber skylda til að standa vörð um hana og afhenda þjóðinni ákvörðunarvaldið. Það er enginn annar en þjóðin sem á að taka ákvörðun um þetta mikilvæga mál.”
Sveinn Guðjónsson: “En hvað sem öðru líður finnst mér satt að segja ekki sanngjarnt að stimla mig þröngsýnan einangrunarsinna fyrir að hafa efasemdir um orkupakkann og velta því fyrir mér hvort ekki sé ráðlegt að staldra aðeins við og endurskoða EES-samninginn.”
Werner Rasmusson: „Margir gjalda varhug við samþykki þriðja orkupakkans og að hætta sé á því að við missum forræði á raforkunni okkar. Í Bændablaðinu hinn 29. maí sl. er fréttagrein þess efnis, að átta Evrópusambandsríkjum sé nú skylt að einkavæða vatnsaflsvirkjanir sínar. Í greininni kemur fram að Frakkland sé eitt þeirra ríkja og það leiti nú allra leiða til þess að komast hjá þeirri einkavæðingu. Ef Frakkar verða kúgaðir til hlýðni, hvað verður þá um okkur?”