Ása Hlín Benediktsdóttir:
„Ég er á móti þriðja orkupakkanum einfaldlega vegna þess að ég tel að með honum sé verið að færa okkur enn einu skrefinu nær því að selja orku úr landi og rígbinda okkur enn frekar á klafa evrópska reglubáknsins og alþjóðavæðingarinnar. Þriðji orkupakkinn er bara enn ein birtingarmynd þess að við séum að gangast alþjóðavæðingunni á hönd og þá ekki bara sem hugmyndafræði heldur með bindandi samningum.“
Við erum bara „aftanívagn“ 17 sinnum fjölmennara ríkis ESB
Ragnar Önundarson skrifar:
„Almenningur vill njóta þeirrar ódýru, hreinu orku sem henni hefur verið lofað í tengslum við sérhverja nýja virkjun, árum og áratugum saman. Samt samþykkti Ísland 2.OP 2003, þ.e. að koma á „markaðsbúskap“ í orkuframleiðslu og að rafmagn skuli vera „vara“, háð fjórfrelsinu. Almenningur gerði sér ekki grein fyrir hvert var verið að leiða þjóðina. Í mikilvægustu málum okkar verðum við að móta okkar eigin stefnu, að loknum ítarlegum umræðum og fenginni bærilegri sátt. Þetta er afleiðing þess að við lofuðum ESB að elta löggjöf þess nánast í blindni.“
Það er hægt að leysa orkupakkahnútinn!
Frosti Sigurjónsson:
“ Alþingi hefur það í valdi sínu að bæta einu skilyrði við orðalag þingsályktunarinnar þannig að Alþingi heimili ríkisstjórn að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að þriðji orkupakkinn verði hluti af EES-samningnum en aðeins að því skilyrði uppfylltu að sameiginlega EES-nefndin hafi áður veitt Íslandi undanþágu frá því að innleiða pakkann.“
Þróun regluverks ESB vegna orkumála var ekki fyrirséð!
Jón Gunnarsson alþingismaður um 3. orkupakka ESB:
“ Ég get ekki séð að það skipti samstarfsþjóðir okkar nokkru máli þó að við stæðum utan regluverksins um orkumál. Þrátt fyrir að vera hlutfallslega stórir framleiðendur er markaðurinn hér örmarkaður í stóra samhenginu, markaður sem skiptir ekki aðra en okkur máli m.a. annars vegna þess hversu langt við erum frá markaði ESB og við erum ekki að tengjast þeim markaði á næstu árum, hvað sem síðar verður. Grundvallarspurning okkar er því eðlileg og henni velti ég upp á fundi með samstarfsþjóðum okkar í vikunni; á Ísland á þessari stundu eitthvert erindi í samstarf um orkumál við nágrannaþjóðirnar? Er þörf á því að efna hér á landi til deilna um viðkvæmt mál þegar afleiðingarnar eru eins óljósar og raun ber vitni og þá ekki síst með tilliti til þess að nú þegar er verið að undirbúa 4. orkupakkann? „
Og sá sem segir satt, er síðan krossfestur.
Ómar Geirsson:
„Vendipunktur var í umræðunni um Orkupakka 3 í gær þegar Evrópusinnar á þingi beittu fáheyrðum dónaskap til að þagga niður í borgara sem hafði verið boðaður á fund utanríkismálanefndar til að tjá sig um reglugerðina og þær afleiðingar sem innleiðing hans gætu haft fyrir íslenskan almenning. „
„Skilaboðin skýr, ef þú getur ekki tjáð þig í þágu hagsmuna, þá skaltu þegja. Síðan var ríkisútvarpið fengið til að negla viðkomandi á krossinn á Valhúsahæð, viðtal við borgarann þar sem hann útskýrði varnaðarorð sín var klippt inn í viðtal við dósent í Háskóla í Reykjavík.“
Nánar hér