Um næstu mánaðamót er væntanleg til landsins Kathrine Kleveland, formaður norsku andófssamtakanna „Nei við ESB“. Mun hún kynna hérlendis skelegga baráttu samtaka sinna gegn stöðugt vaxandi framsali fullveldis Noregs til yfirþjóðlegra stofnana ESB vegna EES-samningsins. Lesa áfram „Sérstaða Íslands og Noregs“
Valdimar K. Jónsson doktor í verkfræði ritaði grein í Morgunblaðið 20. apríl 2012 og ítrekaði þar spurningu sem hann setti fram á nýloknum ársfundi Landsvirkjunar þar sem sæstrengur var til umræðu. „Maður hefur velt því fyrir sér tíðni bilanna fyrir sæstrengi og litið til reynslu Norðmanna á sæstreng til Hollands, NorNed. Hann er 580 km langur og liggur mest á 410 metra dýpi. Þeirra bilunarsaga liggur fyrir og er talsvert meiri en gert var ráð fyrir í upphafi svo þeir eru farnir að tala um varasæstreng. Miklu alvarlegra væri ef IceScot-strengur bilaði á 1.000 metra dýpi. Mundi ekki í því tilfelli öll hagkvæmni rjúka út í veður og vind?“ Fréttin á mbl.is