Ögmundur Jónasson skrifar í Bændablaðið 14. mars 2019.
Í fyrstu er fátt að sjá sem er sameiginlegt. En þó þarf ekki að leita lengi til að sjá hvað það er. Það sem er sameiginlegt er afsal á lýðræðislegu valdi.
Orkupakki þrjú á sér langan aðdraganda, allt aftur á miðjan síðasta áratug liðinnar aldar. Þá var birt í Brussel svokölluð grænbók um orkumál en í henni var kveðið á um að nú skyldi stefnt að því að líta á orku sem hverja aðra markaðsvöru.