fbpx

Sótt að auðlindum Íslands úr mörgum áttum

Styrmir Gunnarsson segir m.a. í grein sinni í Mbl. í dag: “Ef fiskimiðin við Ísland væru í einkaeign en ekki sameign þjóðarinnar eru þessi umsvif tengd orkuauðlind okkar sambærileg við það, að erlend fyrirtæki, með hulin markmið, væru að kaupa upp afmarkaða hluta þeirra og þá áreiðanlega öðrum til hagsbóta en því fólki, sem hér býr.
Hvernig stendur á því að íslenzk stjórnvöld láta þessa þróun á eignarhaldi á HS Orku afskiptalausa?
Hvernig stendur á því að Alþingi og ríkisstjórn virðast ekki einu sinni taka eftir því sem er að gerast á þessum vettvangi? Er til of mikils mælzt að einhver þingmaður á Alþingi Íslendinga láti sig þessi mál varða og spyrji spurninga?”

Sjá nánar í Morgunblaðinu 30. mars 2019

Deila þessu:

Afhendum ekki ESB völdin yfir íslenskum auðlindum með orkupakka 3

Hjörleifur Guttormsson skrifar í Morgunblaðið 29. mars 2019

Hjörleifur Guttormsson f.v. ráðherra

EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi árið 1993 með 33 atkvæðum gegn 23, en sex þingmenn sátu hjá, þar á meðal helmingur þingflokks Framsóknar og þrír sjálfstæðismenn. Samtök um óháð Ísland söfnuðu undirskriftum 34.378 kosningabærra manna gegn samningnum og afhentu þær Salóme Þorkelsdóttur þá forseta Alþingis. Jafnframt beindust áskoranir að Vigdísi forseta um að hún skrifaði ekki undir lögin um EES, þannig að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og ítrekað hafði verið krafist innan og utan þings. Vigdís varð ekki við þeirri áskorun, en ljóst var að hún tók málið nærri sér og íhugaði að segja af sér embætti af þessu tilefni (Mbl. 9. júlí 1996). Skömmu áður, eða 1992, hafði EES-samningurinn farið í þjóðaratkvæði í Sviss og verið felldur, og enn býr Sviss að þeirri niðurstöðu.

Lesa áfram „Afhendum ekki ESB völdin yfir íslenskum auðlindum með orkupakka 3“
Deila þessu:

Uppgjafarstefna

Viðar Guðjohnsen skrifar í Morgunblaðið 29. mars 2019

Viðar Guðjohnsen

Nú virðist sem forysta Sjálfstæðisflokksins hafi einsett sér að keyra áfram undarlegt samevrópskt reglugerðarfargan á sviði orkumála með innleiðingu á svonefndum þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Innleiðing þriðja orkupakkans gengur þvert á síðustu landsfundarsamþykktir Sjálfstæðisflokksins.

Á landsfund mæta hátt í tvö þúsund kjörnir fulltrúar víðsvegar af landinu og ákveða stjórnmálastefnu flokksins. Vald landsfundar til stefnumörkunar er bundið í lög flokksins og með þessu skipulagi hefur skapast hófleg valddreifing innan flokksins.

Lesa áfram „Uppgjafarstefna“
Deila þessu:

Ríkisstjórnarflokkarnir verða að svara!

Ögmundur Jónasson skrifar í Bændablaðið:

„Komin er upp sérkennileg staða á Íslandi varðandi framtíðarskipulag orkubúskaparins. Af hálfu ríkisstjórnar landsins stendur til að keyra í gegnum Alþingi nokkuð sem kallast orkupakki þrjú en hann er þriðja varðan á leið Evrópusambandsins til markaðsvæðingar orkuauðlindarinnar. 

Orkupakki eitt var lögleiddur á Íslandi 2003 og orkupakki tvö árið 2007, í bæði skiptin gegn mótmælum og það sem meira er, síðar kom fram eftirsjá hjá ýmsum þeirra sem knúðu þetta í gegn, enda alltaf að koma betur og betur í ljós hvert þetta raunverulega leiðir: Orkan á leið í hendur fjárfesta á markaði. “  

Sjá nánar í Bændablaðinu

Deila þessu:

Af hverju orkupakkann?

Sighvatur Björgvinsson skrifar í Morgunblaðið 28. mars 2019

Sighvatur Björgvinsson f.v. ráðherra

Andstaðan við Orkupakka 3 hefur m.a. mótast af því, að með honum væri að hefjast innleiðing Íslendinga inn í sameiginlegan orkumarkað Evrópu. Slík innleiðing myndi m.a. leiða af sér mjög hækkað orkuverð til almennings sbr. það sem orðið hefur í Noregi með aðild Noregs að hinum sameiginlega orkumarkaði Evrópu. Slík áhrif tengjast óhjákvæmilega því að gerast aðili að sameiginlegum markaði um orkumiðlun, orkusölu og orkuverð eins og verða myndi ef Íslendingar gerðust aðilar að sameiginlegum markaði Evrópuþjóða fyrir afurðir landbúnaðar – en þá til verðlækkunar en ekki verðhækkunar fyrir íslenskan almenning. Ósköp lítill áhugi virðist hins vegar fyrir þeirri markaðsaðlögun meðal íslenskra stjórnvalda þó hún myndi lækka framfærsluútgjöld heimilanna um miklar fjárhæðir. Það er sem sé í lagi að gerast aðilar að markaði, sem hækkar orkuverð heimila um háar fjárhæðir, en ekki í lagi að gerast aðilar að markaði, sem lækkar framfærslukostnað sömu heimila um sömu eða hærri fjárhæðir.

Lesa áfram „Af hverju orkupakkann?“
Deila þessu: