Ríkisstjórnarflokkarnir verða að svara!

Ögmundur Jónasson skrifar í Bændablaðið:

„Komin er upp sérkennileg staða á Íslandi varðandi framtíðarskipulag orkubúskaparins. Af hálfu ríkisstjórnar landsins stendur til að keyra í gegnum Alþingi nokkuð sem kallast orkupakki þrjú en hann er þriðja varðan á leið Evrópusambandsins til markaðsvæðingar orkuauðlindarinnar. 

Orkupakki eitt var lögleiddur á Íslandi 2003 og orkupakki tvö árið 2007, í bæði skiptin gegn mótmælum og það sem meira er, síðar kom fram eftirsjá hjá ýmsum þeirra sem knúðu þetta í gegn, enda alltaf að koma betur og betur í ljós hvert þetta raunverulega leiðir: Orkan á leið í hendur fjárfesta á markaði. “  

Sjá nánar í Bændablaðinu

Deila þessu: