fbpx

Tvær spurningar til Bjarna Más frá Þórarni

Arnar Þór Jónsson

Undanfarna daga hafa töluverðar umræður spunnist um skrif lögfræðinganna Arnars Þórs Jónssonar og Bjarna Más Magnússonar um álitamál sem varða 3. orkupakkann.

Bjarni Már, sem er fylgjandi innleiðingu orkupakkans, birti grein í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag. Í tilefni hennar benti Arnar Þór, sem er á móti innleiðingunni, honum á þrjú lögfræðileg grundvallaratriði varðandi EES-samningin og þjóðarrétt. Þetta gerir hann í stöðuuppfærslu á Facebook sem lýkur á þessari afleiddu niðurstöðu um grein Bjarna:

Með vísan til alls þessa tel ég að grein Bjarna Más sé ekki málefnalegt innlegg í umræðu um þriðja orkupakkann

Í nýjustu stöðuuppfærslu Arnars Þórs vekur hann athygli á tveimur spurningum til Bjarna Más. Spurningarnar eru settar fram við fyrrgreinda stöðufærslu Arnars Þórs og koma frá Þórarni Einarssyni.

lesa áfram
Deila þessu:

Stofnanir ESB ráða í öllum ágreiningsmálum um 3. orkupakkann

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
“Sem sér­samn­ing­ur geng­ur EES-samn­ing­ur­inn fram­ar almenn­um þjóðarrétt­ar­samn­ing­um. Því er mik­il­vægt að hafa í huga að Haf­rétt­ar­dóm­stóll­inn eða aðrar alþjóðastofn­an­ir munu ekki leysa úr ágrein­ings­mál­um vegna skuld­bind­inga Íslands tengd­um EES-samn­ingn­um, held­ur stofn­an­ir ESB.“

Lesa áfram „Stofnanir ESB ráða í öllum ágreiningsmálum um 3. orkupakkann“
Deila þessu:

EES-samningurinn brýtur gegn stjórnarskrá Íslands

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi

Elliði Vignisson í viðtali vð Mbl:

EES-samn­ing­ur­inn (sá sem ligg­ur til grund­vall­ar Orkupakka 3) er yfirþjóðleg­ur samning­ur og brýtur því gegn stjórn­ar­skrá Íslands .

„Hvernig get­ur það farið sam­an að þeir sem stuðst hafa við orð Bau­den­bachers um Orkupakka 3, og notað þau til marks um mik­il­vægi þess að hann verði samþykkt­ur, bregðast ókvæða við þegar bent er á að skoða þurfi nán­ar EES-samn­ing­inn sem ligg­ur til grund­vall­ar?“

Lesa áfram „EES-samningurinn brýtur gegn stjórnarskrá Íslands“
Deila þessu:

500 plaköt farin í dreifingu

Af 1.000 plakötum eru 500 farin í dreifingu. Bæði karlar og konur hafa sett sig í samband við okkur og sótt plaköt til upphengingar á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Eins höfum við sent plaköt norður í Húnavatnssýslu, Akureyri og Húsavík.

Plaköt tilbúin til sendingar og komin upp á ólíkum stöðum á höfuðborgarsvæðinu

Enginn hefur þó verið eins stórvirkur í upphengingjunum eins og amman úr Mosfellsbænum sem er búin að hengja upp 70 plaköt á undanförnum dögum. Þegar við vildum þakka henni fyrir, fyrir hönd samtakanna svaraði hún að bragði: „Ég er ekki að þessu fyrir ykkur. Ég er að þessu fyrir afkomendur mína.“

Það vantar enn þá fólk til að hengja upp á nokkrum stöðum á landinu. Þar má nefna Vestfirði, Snæfellsnes, Reykjanes og Suðausturhornið. Það vantar líka fólk til að dreifa á nokkrum stöðum á Austfjörðum og einnig í bæjum og þorpum út með Eyjafirði og á Tröllaskaga.

Búinn hefur verið til viðburður í kringum dreifinguna á plakötunum og eru áhugasamir hvattir til að melda sig á hann. Þar er einning hægt að finna nákvæmari upplýsingar um það hvar vantar fólk til að hengja upp og hvert er hægt að snúa sér til að nálgast plaköt. Eins má benda á frétt um útgáfu plakatanna frá því í síðustu viku.

Deila þessu:

Alls konar fólk úr alls konar flokkum

Það eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því Orkan okkar steig fram sem sérstakur málsvari þeirra sem vilja hafna orkulöggjöf ESB. Þennan tíma hefur fjöldi fólks tekið undir með okkur með einum eða öðrum hætti.

Þessi færsla er tileinkuð þeim sem hafa sett andlit sitt á baráttuna með því að taka þátt í viðtalsverkefninu okkar: NEI við 3. orkupakka ESB, veita okkur góðfúslegt leyfi til að nota myndir af þeim í innleggi til að vekja athygli á að: Ungt fólk á öllum aldri er á móti 3. orkupakka ESB!  og svo þeim sem fluttu framsögur á útifundum á Austurvelli sem fóru fram í byrjun sumars.

Andmælendur orkupakkans á You Tube

Þau segja NEI við orkupakka ESB

Ungt fólk er líka á móti orkupakkanum

Ungt fólk á öllum aldri er á móti orkulöggjöf ESB

Rök á móti orkupakkanum í ræðum á Austurvelli

Ræðumenn á útifundum Orkunnar okkar á Austurvelli 25. maí og 1. júní sl.
Deila þessu: