Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
“Sem sérsamningur gengur EES-samningurinn framar almennum þjóðarréttarsamningum. Því er mikilvægt að hafa í huga að Hafréttardómstóllinn eða aðrar alþjóðastofnanir munu ekki leysa úr ágreiningsmálum vegna skuldbindinga Íslands tengdum EES-samningnum, heldur stofnanir ESB.“
EES-samningurinn brýtur gegn stjórnarskrá Íslands
Elliði Vignisson í viðtali vð Mbl:
EES-samningurinn (sá sem liggur til grundvallar Orkupakka 3) er yfirþjóðlegur samningur og brýtur því gegn stjórnarskrá Íslands .
„Hvernig getur það farið saman að þeir sem stuðst hafa við orð Baudenbachers um Orkupakka 3, og notað þau til marks um mikilvægi þess að hann verði samþykktur, bregðast ókvæða við þegar bent er á að skoða þurfi nánar EES-samninginn sem liggur til grundvallar?“
500 plaköt farin í dreifingu
Af 1.000 plakötum eru 500 farin í dreifingu. Bæði karlar og konur hafa sett sig í samband við okkur og sótt plaköt til upphengingar á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Eins höfum við sent plaköt norður í Húnavatnssýslu, Akureyri og Húsavík.
Enginn hefur þó verið eins stórvirkur í upphengingjunum eins og amman úr Mosfellsbænum sem er búin að hengja upp 70 plaköt á undanförnum dögum. Þegar við vildum þakka henni fyrir, fyrir hönd samtakanna svaraði hún að bragði: „Ég er ekki að þessu fyrir ykkur. Ég er að þessu fyrir afkomendur mína.“
Það vantar enn þá fólk til að hengja upp á nokkrum stöðum á landinu. Þar má nefna Vestfirði, Snæfellsnes, Reykjanes og Suðausturhornið. Það vantar líka fólk til að dreifa á nokkrum stöðum á Austfjörðum og einnig í bæjum og þorpum út með Eyjafirði og á Tröllaskaga.
Búinn hefur verið til viðburður í kringum dreifinguna á plakötunum og eru áhugasamir hvattir til að melda sig á hann. Þar er einning hægt að finna nákvæmari upplýsingar um það hvar vantar fólk til að hengja upp og hvert er hægt að snúa sér til að nálgast plaköt. Eins má benda á frétt um útgáfu plakatanna frá því í síðustu viku.
Alls konar fólk úr alls konar flokkum
Það eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því Orkan okkar steig fram sem sérstakur málsvari þeirra sem vilja hafna orkulöggjöf ESB. Þennan tíma hefur fjöldi fólks tekið undir með okkur með einum eða öðrum hætti.
Þessi færsla er tileinkuð þeim sem hafa sett andlit sitt á baráttuna með því að taka þátt í viðtalsverkefninu okkar: NEI við 3. orkupakka ESB, veita okkur góðfúslegt leyfi til að nota myndir af þeim í innleggi til að vekja athygli á að: Ungt fólk á öllum aldri er á móti 3. orkupakka ESB! og svo þeim sem fluttu framsögur á útifundum á Austurvelli sem fóru fram í byrjun sumars.
Andmælendur orkupakkans á You Tube
Ungt fólk er líka á móti orkupakkanum
Rök á móti orkupakkanum í ræðum á Austurvelli
Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Við, sem erum sammála því að Íslendingar eigi að stýra sínum orkumálum sjálfir, viljum að Alþingi hafni 3. orkupakka ESB. Við þurfum að standa saman við að knýja á um það. Það er ýmislegt sem við getum gert með þeirri samstöðu.
Það er hægt að styðja við málstað Orkunnar okkar með ýmsu móti:
- Það geta allir skorað á alþingmenn að hafna 3. orkupakkanum með því að skrifa undir þessa áskorun.
- Við getum skorað á forsætisráðherra að setja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Það er hægt að styðja okkur og málstaðinn með innleggjum á reikninginn okkar. Bankaupplýsingarnar koma fram á myndinni hér að ofan.
- Okkur vantar fólk til að dreifa kynningar- og upplýsingaefni; helst um allt land. Sjá viðburð á Facebook
- Margir hafa verið duglegir við að líka við efni á samfélagsmiðlunum okkar, setja inn athugasemdir við færslur og deila þeim. Það er ómetanlegt.
- Fátt er sagt virka betur en „maður á mann“-upplýsingar og rannsóknir sýna að fólk treystir betur upplýsingum sem koma frá þeim sem það þekkir.
Auðvitað er hægt að styðja málstaðinn með margvíslegri hætti en því sem hér er talið. Þar má nefna: blogg, greinaskrif, viðtöl í fjölmiðlum og framleiðslu á hlaðvarpsþáttum eða myndböndum um málið, þannig að eitthvað sé talið.
Tvær áskoranir
Það eru komnar 15.000 áskoranir á þingmenn um að hafna 3. orkupakkanum og vísa honum aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar með þeim tilmælum að Ísland verði undanþegið innleiðingunni vegna þess að við erum ekki tengd rafmagnsmarkaði ESB.
Þeir sem eiga eftir að skrifa undir hafa rétt rúmar 5 vikur til að bæta úr því en orkupakkamálið verður tekið upp aftur á sérstökum þingstubbi sem áætlað er að hefjist þann 28. ágúst næst komandi. Þingsályktunartillagan, um breytingu á íslenskri orkulöggjöf, kæmi þá undir atkvæðagreiðslu tveimur sólarhringum síðar.
Við þinglok núna í vor var hrint af stað áskorun á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að setja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er líklegt að þeir séu margir sem styðja slíkar málalyktir en það er ekki víst að allir viti af þessari nýlegu áskorun, sem er sett fram sem síðu á Facebook. Rúmlega 5.000 manns hafa tekið undir áskorun síðunnar.
Það er mikilvægt að minna á þessar áskoranir annað slagið á næstu vikum.