
Undanfarna daga hafa töluverðar umræður spunnist um skrif lögfræðinganna Arnars Þórs Jónssonar og Bjarna Más Magnússonar um álitamál sem varða 3. orkupakkann.
Bjarni Már, sem er fylgjandi innleiðingu orkupakkans, birti grein í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag. Í tilefni hennar benti Arnar Þór, sem er á móti innleiðingunni, honum á þrjú lögfræðileg grundvallaratriði varðandi EES-samningin og þjóðarrétt. Þetta gerir hann í stöðuuppfærslu á Facebook sem lýkur á þessari afleiddu niðurstöðu um grein Bjarna:
Með vísan til alls þessa tel ég að grein Bjarna Más sé ekki málefnalegt innlegg í umræðu um þriðja orkupakkann
Í nýjustu stöðuuppfærslu Arnars Þórs vekur hann athygli á tveimur spurningum til Bjarna Más. Spurningarnar eru settar fram við fyrrgreinda stöðufærslu Arnars Þórs og koma frá Þórarni Einarssyni.
lesa áfram