fbpx

mbl.is – Vegið að grunnstoðum EES-samn­ings­ins

Í frétt mbl.is 12. febrúar 2018 er vakin athygli á ummælum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í umræðum á Alþingi á þriðju­dag­inn í síðustu viku

„Mér finnst orðið tíma­bært að við tök­um það til al­var­legr­ar skoðunar á þing­inu hver staða EFTA-ríkj­anna sé á grund­velli EES-samn­ings­ins þegar slík­ar kröf­ur eru gerðar af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins. Mjög fljótt á litið sýn­ist mér að það séu í raun og veru ekki kröf­ur sem sam­rýmast grunn­hugs­un EES-sam­starfs­ins.“

Lesa áfram „mbl.is – Vegið að grunnstoðum EES-samn­ings­ins“
Deila þessu:

Reuters: Brexit tefur áform um sæstreng til Íslands

Reuters fréttaveitan segir frá því í október 2016 að forstjóri Landsvirkjunar telji að Brexit muni tefja áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Reuters hefur einnig eftir forstjóranum að áhugi Breta sé enn til staðar til lengri tíma litið og bætir við að árið 2027 gæti 1 GW kapall afhent 5-6 TWh af raforku á ári, sem myndi duga til að anna eftirspurn 1,6 milljón breskra heimila. Sjá nánar í frétt Reuters.

Deila þessu:

Cameron og Sigmundur skipa sæstrengshóp

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ákváðu á fundi í Alþingishúsinu í gærdag að setja á stofn vinnuhóp sem verður falið að skoða möguleika þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands. Fyrir þremur árum skrifuðu íslensk og bresk yfirvöld undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum. Heimild: frétt ruv.is 29. október 2015

Deila þessu: