Verkefnisstjórn um sæstreng skilar skýrslu til ráðherra

Þann 12. júlí 2016 skilaði verkefnastjórn lokaskýrslum sínum um sæstreng til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 

Skýrslurnar innifela meðal annars heildstæða kostnaðar- og ábatagreiningu og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagningu á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstur smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynslu Noregs.

Jafnframt skilaði verkefnisstjórnin sérstakri skýrslu um viðræður við bresk stjórnvöld um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands, en þær viðræður hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015.

Sjá nánar á vef ráðuneytisins.

Deila þessu: