fbpx

Nokkur órói er innan stjórnar­flokkanna vegna þriðja orku­pakkans

Fréttablaðið sagði þann 10. nóvember 2018 frá fundi ríkisstjórnarflokkanna um þriðja orkupakkann sem fór fram í ráðherrabústaðnum daginn áður. Blaðið hefur eftir forsætisráðherra að fundurinn hafi verið fyrst og fremst til að hefja þessa umræðu og að umræðan hafi verið góð. Það að ríkisstjórn hafi boðað stjórnarþingmenn til sérstaks fundar gefur til kynna að málið sé stjórnarflokkunum erfitt. Fréttin á Frettabladid.is

Deila þessu:

Nei til EU samtökin höfða mál gegn stjórnvöldum fyrir brot á stjórnarskrá

Kat­hrine Kleve­land, formaður Nei til EU

Mbl.is segir frá því 8. nóvember 2018 að Nei til EU samtökin í Noregi hafi ákveðið að höfða mál gegn þarlendum stjórnvöldum vegna brots á stjórnarskrá. Samkvæmt stjórnarskrá Noregs þarf 3/4 atkvæða á þingi til að framselja vald til erlendrar stofnunar, en þriðji orkupakkinn var samþykktur með rétt rúmlega helmingi atkvæða.  Sjá nánar frétt mbl.is

Deila þessu:

Miðflokkurinn afþakkar pakkann

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins ritaði grein í Morgunblaðið 8. nóvember 2018 undir fyrirsögninni „Suma pakka er betra að afþakka“. Þar skorar hann á ríkisstjórnina að fara nú þegar fram á að Ísland fái undanþágu frá orkupakkanum og skila honum svo til sendanda. og bætir við „Í því efni getur ríkisstjórnin reitt sig á stuðning Miðflokksins.“

Deila þessu:

Stjórnmálaályktun Miðflokksins: „Orkupakk­inn inn­leidd­ur þrátt fyr­ir viðvar­an­ir“

Mbl.is 4. nóvember 2018
Miðflokk­ur­inn seg­ir að allt bendi til þess að rík­is­stjórn­in ætli sér að inn­leiða hinn svo­kallaða þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, þrátt fyr­ir ótal viðvar­an­ir, heim­an frá og að utan.

Lesa áfram „Stjórnmálaályktun Miðflokksins: „Orkupakk­inn inn­leidd­ur þrátt fyr­ir viðvar­an­ir““
Deila þessu:

Ráðuneytið segir misskilnings gæta

Eftirfarandi færsla birtist á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins 1. nóvember 2018.

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins í dag, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

Lesa áfram „Ráðuneytið segir misskilnings gæta“
Deila þessu: