Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast“

visir.is segir frá því 14. nóvember 2018 að Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi segi í samtali við fréttastofu að þriðji orkupakkinn opni ekki á nokkurn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum. Spurður að því hvaða afleiðingar höfnun Alþingis á pakkanum hafi svarar Mann: „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,”. Sjá frétt á visir.is

Deila þessu:

Prófessor í stjórnmálafræði telur uppnám EES samningins mögulegt

Ólafur Þ. Harðarson prófessor

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í kvöldfréttum RÚV 14. nóvember 2018 að „ef þriðji orkupakkinn yrði felldur þá væru það auðvitað stórtíðindi því það gæti sett EES samninginn í uppnám og mál af þessu tagi hefur aldrei verið fellt á Íslandi áður.“

Deila þessu:

Framsókn í Reykjavík ályktar gegn þriðja orkupakkanum

RUV.is segir frá því 13. nóvember 2018 að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi samþykkt tillögu um að flokkurinn hafni þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Ályktunin um EES samninginn hljóðar svo: „Kjördæmisþingið telur að margt hafi áunnist með EES samningnum en leggur áherslu á að vegna sérstöðu Íslands beri að gæta þess að taka ekki upp ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Til dæmis er ástæða til að hafna þriðja orkupakka ESB og leita allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi.“

Deila þessu:

Kastljósið fjallar um orkupakkann

Kastljós RÚV fjallaði um orkupakkann 13. nóvember 2018. Viðmælendur voru Guðni Jóhannesson orkumálastjóri sem sagði m.a. að orkupakkinn myndi ekki hafa áhrif á orkusölu hérlendis. Frosti Sigurjónsson f.v. þingmaður var spurður og svaraði í stuttu innleggi hvers vegna hann væri mótfallinn innleiðingu orkupakkans. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins sagði að ekki væri hægt að halda endalaust áfram með valdframsal. Höfnun hans myndi ekki marka endalok EES samningis. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingar vísaði til stöðu Norðmanna og hægt væri að standa með þeim. Sjá frétt rúv.is

Deila þessu:

Ráðuneytið leiðréttir fréttir af sæstreng

Þórdís Kolbrún atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu 13. nóvember 2018. „Ráðuneytið vill af gefnu tilefni koma því á framfæri, að það er ekki rétt sem sagt er í fréttum í Morgunblaðinu og á vefnum Mbl.is í dag, að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands, sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins.

Lesa áfram „Ráðuneytið leiðréttir fréttir af sæstreng“
Deila þessu: