Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast“

visir.is segir frá því 14. nóvember 2018 að Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi segi í samtali við fréttastofu að þriðji orkupakkinn opni ekki á nokkurn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum. Spurður að því hvaða afleiðingar höfnun Alþingis á pakkanum hafi svarar Mann: „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,”. Sjá frétt á visir.is

Deila þessu: