Innleiðing sögð skaðleg – Orkupakkaskýrsla komin út

Forsíða skýrslunnar

Gefin var út skýrsla í gær á vegum sérfræðinefndar Orkunnar okkar um „áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband Evrópusambandsins“. Niðurstaða skýrslunnar er helst sú að Alþingi eigi að hafna upptöku þriðja orkupakkans þar sem innleiðing hans sé „skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Í skýrslunni kemur einnig fram að innleiðing þriðja orkupakkans verði til þess að óhjákvæmilega skapist þrýstingur á Íslendinga að leggja sæstreng.

Lesa áfram „Innleiðing sögð skaðleg – Orkupakkaskýrsla komin út“
Deila þessu:

Er sannleikurinn um þriðja orkupakkann móðgun í augum Alþingis?

Arnar Þór Jónsson

Arn­ar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þ. 15. ágúst 2019 vegna umræðna um 3. orkupakka ESB. Þar benti hann þingmönnum kurteislega á þá staðreynd, að það er Alþingi Íslendinga, sem á að fara með lög­gjaf­ar­valdið hér á landi, en ekki „er­lend nefnd“ (á vegum ESB).

„Við eig­um ekki að lúta því að sam­eig­in­lega EES-nefnd­in fái tak á lög­gjaf­ar­vald­inu hér, bara af því að við þorum ekki að fara þarna inn og biðja um und­anþágur eða mót­mæla og gæta okk­ar hags­muna með sóma­sam­leg­um hætti,“ sagði Arn­ar Þór.

„Þetta snýst ekk­ert um að þora. Þetta er bara mjög móðgandi,“ sagði Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir lotustuðningsmaður VG þá. 

Harkaleg viðbrögð nefndarmanna vekja upp ýmsar spurningar. Eru nefndir Alþingis einungis að leita eftir „réttum“ svörum og álitum eða er þetta einungis eitt form af einelti?

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 16. ágúst 2019

Deila þessu:

Gömlu nýlenduveldin eru enn að ásælast auðlindir annarra þjóða. Ísland er næst…

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri

Styrmir Gunnarsson:
„Þegar EES-samningurinn var gerður á sínum tíma datt engum í hug, að í krafti hans mundu ESB-ríkin reyna að ná áhrifum í nýtingu auðlinda á Íslandi. Hafi einhverjum dottið það í hug hafa þeir hinir sömu þagað vandlega yfir því. Um þetta snýst orkupakkamálið nú. Endalausar lagaskýringar fram og til baka eru ekki kjarni málsins. Heldur sú staðreynd að með því að samþykkja orkupakka 3 erum við að gefa frá okkur yfirráð yfir annarri mestu auðlind okkar „

Lesa áfram „Gömlu nýlenduveldin eru enn að ásælast auðlindir annarra þjóða. Ísland er næst…“
Deila þessu:

Sérfræðinefnd Orkunnar okkar kynnir nýja skýrslu

Sérfræðinefnd Orkunnar okkar boðar til opins blaðamannafundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 15:00. Tilefnið er útgáfa skýrslu um áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband Evrópusambandsins sem samin er af átta sérfræðingum sem allir hafa mikla þekkingu og reynslu af ýmsum hliðum efnahagsmála, orkumála og þjóðarréttar.

Helstu efnisatriði skýrslunnar verða kynnt á fundinum ásamt mikilvægustu niðurstöðum skýrsluhöfunda. Í skýrslunni er farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins. Þar er líka fjallað um lögfræðileg álitamál ásamt því að upplýsa um stjórnmálalegan þátt innleiðingar þess orkupakka sem til stendur að Alþingi afgreiði um næstu mánaðamót.

Höfundar skýrslunnar eru níu en ritsjórn og umsjónarmaður útgáfunnar komu einnig að textanum

Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson ritstýrðu verkinu en Erlendur Borgþórsson hafði umsjón með skýrslugerðinni og útgáfunni. Aðalhöfundar efnisins eru:

  • Bjarni Jónsson, verkfræðingur
  • Elías B. Elíasson, verkfræðingur
  • Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur
  • Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra
  • Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra
  • Ragnar Árnason, prófessor
  • Sigurbjörn Svavarsson, framkvæmdastjóri
  • Stefán Arnórsson, prófessor
  • Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri

Heildarniðurstaða skýrsluhöfunda er sú að það sé rökrétt að Alþingi hafni upptöku 3. orkupakka ESB á þeirri forsendu að upptaka orkupakkans í íslensk lög sé skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru. Mjög mikilvægt er að málið verði rækilega kynnt almenningi í fjölmiðlum. Einnig er lagt til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.

Tilefni skýrslunnar er að Alþingi og íslensk þjóð standa nú frammi fyrir því að taka eina þá stærstu ákvörðun í orkumálum sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu íslenska lýðveldisins. Málið varðar skipan raforkumála í landinu um fyrirsjáanlega framtíð og yfirráð yfir orkulindum þjóðarinnar.

Skýrslan ásamt heimildaskrá,  og líka prentvænni og styttri útgáfu hennar, verður gerð aðgengileg hér á vef Orkunnar okkar en samtökin eru útgefendur og ábyrgðarmenn verksins.

Deila þessu:

Gamal sósíalisti vill hjálpa sjálfstæðismönnun að ganga úr flokknum vegna orkupakka ESB

Kári Stefánsson alt mulig mand

Kári Stefánsson:
„Íslensk erfðagreining hefur lánað Orkunni okkar sem eru samtök andstæðinga orkupakkans sal til að funda í. Í því felst heldur enginn stuðningur við málstað. Fyrirtækið hefur lánað sama sal ókeypis fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem hafa beðið um hann sem og alls konar félagssamtökum. Með því hefur fyrirtækið lagt af mörkum til fjölbreytni í íslensku samfélagi.“

Lesa áfram „Gamal sósíalisti vill hjálpa sjálfstæðismönnun að ganga úr flokknum vegna orkupakka ESB“
Deila þessu: