Sagt er frá því mbl.is 12. apríl 2012 að Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra hyggist skipa starfshóp til að kanna hagkvæmni sæstrengs til Evrópu. Sjá nánar á mbl.is
Rafstrengur til Bretlands?
Mbl.is sagði frá því 18. mars 2011 að breskir embættismenn hafi rætt við íslensk orkufyrirtæki um lagningu rafstrengs á milli landanna. Þetta hafi komið fram í skriflegu svari Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands við fyrirspurn á breska þinginu. Í sömu frétt er sagt frá tilkynningu Landsvirkjunar fyrr í mánuðinum um að fyrirtækið væri að hefja rannsókn á því hvort hagkvæmt væri að leggja 600-1000 MW raforkustreng til Evrópu. Sjá frétt mbl.is
Íslendingar vilja selja Skotum rafmagn
Mbl.is segir frá frétt í Scotland on Sunday að Íslendingar vilji selja Skotum rafmagn í framtíðinni. Haft er eftir Halldóri Ásgrímssyni verðandi forsætisráðherra að hann hafi lengi haft áhuga á að selja orku frá Íslandi til meginlands Evrópu. Sjá frétt mbl.is
Samningur Landsvirkjunar og norskra orkufyrirtækja um mögulegan sæstreng
Mbl.is segir frá því 9. október 2002 að Landsvirkjun hafi gert samning við norsku fyrirtækin Statoil og Statnett um gerð hagkvæmniathugunar á lagningu raforkustrengs milli Íslands og Noregs. Frumkvæðið hafi komið frá Norðmönnum. Sjá frétt mbl.is