Rúv.is segir frá því 4. apríl 2018 að Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna vilji að skoðað verði hvort rétt sé að Ísland verði áfram hluti af regluverk Evrópusambandsins um orkumál. Hann óttist að samevrópska orkumálakerfið geti komið í veg fyrir að hægt verði að nýta orkuauðlindirnar hér til að gera ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Sjá nánar í frétt Ruv.is
Alþingi á síðasta orðið
Spegill RÚV fjallaði þann 27. mars 2018 um ACER, stöðu Noregs og áhrif þess ef Alþingi samþykkir ekki þriðju tilskipunina í orkumálum.
Lesa áfram „Alþingi á síðasta orðið“Norðmenn bíða eftir afstöðu Íslands
Fréttastofa RÚV segir frá því 23 mars 2018 að norskir andstæðingar þriðja orkupakkans horfi til afstöðu íslands. Norska Stórþingið hafi samþykkt tilskipunina í gær. Í fréttinni er m.a. fjallað um ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokks og flokksþings Framsóknar gegn frekara framsali valds í orkumálum til ESB og rakin eru ummæli Bjarna Benediktssonar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær: „Hvað í ósköpum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða land með okkar eigin raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessarar stofnunar?“ Sjá frétt á ruv.is
mbl.is – „Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“
Í frétt mbl.is þann 20. mars 2018 er fjallað um viðtal norska fréttavefsins Abcnyheter.no við Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins sem segir:
„Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“
Tilefni viðtalsins er eftirfarandi ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins:
Lesa áfram „mbl.is – „Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar““mbl.is – Meirihlutinn á móti orkumálapakkanum
Í frétt mbl.is þann 16. mars 2018 kemur fram að meirihluti Norðmanna er andvígur því að norskir ráðamenn samþykki nýjan orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum aðild Noregs að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar.
Lesa áfram „mbl.is – Meirihlutinn á móti orkumálapakkanum“