Spegill RÚV fjallaði þann 27. mars 2018 um ACER, stöðu Noregs og áhrif þess ef Alþingi samþykkir ekki þriðju tilskipunina í orkumálum.
Lesa áfram „Alþingi á síðasta orðið“Norðmenn bíða eftir afstöðu Íslands
Fréttastofa RÚV segir frá því 23 mars 2018 að norskir andstæðingar þriðja orkupakkans horfi til afstöðu íslands. Norska Stórþingið hafi samþykkt tilskipunina í gær. Í fréttinni er m.a. fjallað um ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokks og flokksþings Framsóknar gegn frekara framsali valds í orkumálum til ESB og rakin eru ummæli Bjarna Benediktssonar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær: „Hvað í ósköpum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða land með okkar eigin raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessarar stofnunar?“ Sjá frétt á ruv.is
mbl.is – „Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“
Í frétt mbl.is þann 20. mars 2018 er fjallað um viðtal norska fréttavefsins Abcnyheter.no við Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins sem segir:
„Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“
Tilefni viðtalsins er eftirfarandi ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins:
Lesa áfram „mbl.is – „Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar““mbl.is – Meirihlutinn á móti orkumálapakkanum
Í frétt mbl.is þann 16. mars 2018 kemur fram að meirihluti Norðmanna er andvígur því að norskir ráðamenn samþykki nýjan orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum aðild Noregs að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar.
Lesa áfram „mbl.is – Meirihlutinn á móti orkumálapakkanum“mbl.is – Mótmæla orkumálatilskipun ESB
Í frétt mbl.is 12. mars 2018 er þess getið að verkalýðshreyfingin í Noregi leggist gegn því að norska Stórþingið samþykki þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Mikil andstaða er við málið á meðal norskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtök starfsmanna í orkuiðnaðinum leggjast einnig gegn því að umrædd löggjöf sambandsins verði innleidd í Noregi.
Lesa áfram „mbl.is – Mótmæla orkumálatilskipun ESB“