Rúv.is segir þann 23. október 2018 frá því að Peter Örebech lagaprófessor við háskólann í Tromsö hafi fært rök fyrir því að það verði dómstóll ESB sem eigi síðasta orðið þegar kemur að því að túlka 125 gr. EES samningsins um eignarétt auðlinda. Dómstóllinn líti svo á að greinin eigi ekki að hindra frjálst flæði vöru. Fjórfrelsið standi framar eignarréttarákvæðinu.
Lesa áfram „„Geta ekki bannað lagningu sæstrengs““Enginn firrir sig ábyrgð á morgundeginum með því að sniðganga hana í dag
Elías Elíasson skrifaði grein sem birtist undir þessari fyrirsögn í Morgunblaðinu 23. október 2018. Í greininni færir Elías meðal annars rök fyrir því að lagning sæstrengs sé eðlilegt framhald þriðja orkupakkans.
Lesa áfram „Enginn firrir sig ábyrgð á morgundeginum með því að sniðganga hana í dag“ACER muni ákveða lagningu sæstrengs
Peter t. Ørebech prófessor í lögfræði við Háskólann í Tromsø í Noregi er einn þeirra sem munu flytja erindi á opnum fundi í Háskóla íslands um aukið vald Evrópusambandsins í orkumálum hér á landi.
Segir hann ályktanir Birgis Tjörva Péturssonar í greinargerð fyrir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem birtust í september ekki standast að því er Morgunblaðið segir frá. Þar segir Örebech að eignarréttarákvæði um orkuauðlindir verði ekki undanskilin fjórfrelsinu og reglum innri markaðar um að ekki megi gera upp á milli fyrirtækja innan þess.
Nánar á vefsíðu Viðskiptablaðsins
Ágrip af athugasemdum Peters Öregard
við greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar um ýmis álitaefni, sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslenskan rétt.
Niðurstaða mín er að Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður, hafi dregið ályktanir sem ekki standast. Það lýtur að þeirri hugmynd lögmannsins að EES-samningurinn eigi ekki við um orkumál vegna þess í fyrsta lagi að grein 125 í EES-samningnum – ákvæði um að eignaréttur sé einkamál sérhvers ríkis – ætti að tryggja slíkt. Í öðru lagi gengur lögmaðurinn út frá því að greinar 11, 12 og 13 um magntakmarkanir í viðskiptum eigi ekki við um Ísland vegna þess að rafkerfi Íslands sé ótengt öðrum löndum.
Lesa áfram „Ágrip af athugasemdum Peters Öregard“Nokkrar athugasemdir prófessors Peter Örebech
Við ”Greinargerð um ýmis álitaefni, sem tengjast Þriðja orkupakka ESB og innleiðingu hans í íslenskan rétt”, eftir Birgi Tjörva Pétursson, lögmann, BTP.
Ég hef verið beðinn um að meta greinargerð ofannefnds lögmanns um aðild Íslands að Orkustofnun ESB, ACER, sem kæmi til framkvæmdar við samþykkt Alþingis á ”Þriðja orkupakkanum”.
Lesa áfram „Nokkrar athugasemdir prófessors Peter Örebech“