Elías Elíasson skrifar í Morgunblaðið 14. mars 2019
Plaggið „Spurningar og svör um þriðja orkupakka ESB“ sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur enn á vef sínum er ótrúleg lesning, sem bendir til að þar á bæ skilji menn ekki þá gagnrýni sem beint er að þriðja orkupakkanum. Til dæmis er í spurningunni „Eykur þriðji orkupakkinn líkur á orkuskorti og hærra orkuverði?“ blandað saman tveim atriðum sem gagnrýnd hafa verið og rökstudd sitt í hvoru lagi. Ráðuneytið kýs að fjalla um þau út frá aðstæðum í Evrópu, þar sem takmarkað framboð orku veldur strax hærra orkuverði og hvetur þannig til fjárfestinga. Við íslenskar aðstæður þarf þetta ekki að gerast, það verður háð duttlungum náttúrunnar þannig að hér getur verið nægt framboð þar til skyndilega, að óvenju sein vorkoma veldur skorti. Þetta virðist ráðuneytið ekki hafa á hreinu.
Lesa áfram „Raforkuöryggi á Íslandi“