Orkan okkar

Ögmundur Jónasson skrifar í Morgunblaðið 9. mars 2019

Ögmundur Jónasson

Í fjölmiðlum, ekki síst í Morgunblaðinu, hefur farið fram mikil og oft á tíðum mjög upplýsandi umræða um orkustefnu Evrópusambandsins. Í þessari umræðu hafa kunnáttumenn úr orkugeiranum útskýrt hvað felist í svokölluðum „orkupökkum“ ESB, en samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar hefur staðið til að Íslendingar samþykki „þriðja orkupakkann“ á yfirstandandi þingi. Ekki er þó útséð um það því Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill skoða málið nánar. Það er vel.

Lesa áfram „Orkan okkar“
Deila þessu:

Viðreisn og Samfylking vilja fá þriðja orkupakkann „hið snarasta“

Vefritið Viljinn.is skrifar þann 5. mars 2019 að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafi sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf, þar sem þau minna á mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt samfélag, heimili og fyrirtæki — og í því samhengi mikilvægi þess að afgreiða þriðja orkupakkann hið snarasta.

Lesa áfram „Viðreisn og Samfylking vilja fá þriðja orkupakkann „hið snarasta““
Deila þessu:

Styttist í orkupakkann

Þórdís K. R. Gylfadóttir ráðherra iðnaðarmála

„Það stytt­ist í að þriðji orkupakk­inn verði lagður fram á Alþingi, málið er á þing­mála­skrá á þessu þingi en Þór­dís Kol­brún seg­ir ekki liggja fyr­ir ná­kvæm­lega hvenær frum­varp henn­ar um efnið verður lagt fyr­ir. Fyrst mun ut­an­rík­is­ráðherra leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu vegna máls­ins, sem aflétt­ir stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara.“ segir í frétt MBL.is 28. febrúar 2019

Lesa áfram „Styttist í orkupakkann“
Deila þessu:

Þriðja þverbeygjan í orkumálum

Eftir Jónas Elíasson, birtist í Morgunbl. 30.1.2019

Jónas Elíasson

Í fyrstu þverbeygjunni var smávirkjanaleiðin yfirgefin og tekin upp stóriðjustefna. Þetta leiddi af sér lægra orkuverð til almennings, landbúnaðar og fiskiðnaðar og var til góðs. Önnur þverbeygjan var orkupakki ESB númer tvö, þá var fyrirtækjum skipt upp til að auka samkeppni, en það bar engan marktækan árangur. En svo mörg ný fyrirtæki voru stofnuð og svo margar nýjar stjórnir settar á stofn að til vandræða horfir í samskiptum orkuiðnaðar og hins opinbera.

Lesa áfram „Þriðja þverbeygjan í orkumálum“
Deila þessu:

Tómas Ingi Olrich ritar um 3. orkupakka ESB í Mbl.

Tómas Ingi Olrich fyrrv. alþingismaður og ráðherra ritaði grein í Mbl. þann 19. janúar 2019, sem nefnist „Forgjöf Íslendinga„. Þar segir hann m.a: „Orkupakkinn markar leið þeirra aðila, sem vilja virkja markmið ESB um sameiginlegan orkumarkað og auðveldan aðgang yfir landamæri að orku, sem skilgreind er af sambandinu sem vara og þjónusta. Það á sérstaklega við um orku, sem telst sjálfbær.“

Deila þessu: