fbpx

Ríkisstjórnarflokkarnir verða að svara!

Ögmundur Jónasson skrifar í Bændablaðið 28. mars 2019.

Ögmundur Jónasson f.v. ráðherra

Komin er upp sérkennileg staða á Íslandi varðandi framtíðarskipulag orkubúskaparins. Af hálfu ríkisstjórnar landsins stendur til að keyra í gegnum Alþingi nokkuð sem kallast orkupakki þrjú en hann er þriðja varðan á leið Evrópusambandsins til markaðsvæðingar orkuauðlindarinnar. 

Orkupakki eitt var lögleiddur á Íslandi 2003 og orkupakki tvö árið 2007, í bæði skiptin gegn mótmælum og það sem meira er, síðar kom fram eftirsjá hjá ýmsum þeirra sem knúðu þetta í gegn, enda alltaf að koma betur og betur í ljós hvert þetta raunverulega leiðir: Orkan á leið í hendur fjárfesta á markaði.   

Lesa áfram „Ríkisstjórnarflokkarnir verða að svara!“
Deila þessu:

Fyrirvarar og undanþágur ekki til í orðabók ESB

Jón Bjarnason f.v. ráðherra

Jón Bjarnason, fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að svo vel þekki hann til í samningum við Evrópusambandið frá sinni ráðherratíð, að  það eru engir raunverlulegir fyrirvarar eða undanþágur til í orðabók ESB.
„Slíkt er blekking og það veit utanríkisráðherra mæta vel,“ segir Jón í pistli á heimasíðu sinni og minnir á innleiðingu Matvælalöggjafar ESB þar sem Alþingi Íslendinga taldi sér heimilt að setja inn “Íslenskt ákvæði” til verndar hreinleika og heilsu íslensks búfjár og standa vörð um hollustu innlendra matvæla.

Lesa áfram „Fyrirvarar og undanþágur ekki til í orðabók ESB“
Deila þessu:

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Fréttatilkynning 22. mars 2019 frá Utanríkisráðuneyti, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti :

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisráðherra um að leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (orka) við EES-samninginn. Með þingsályktunartillögunni heimilar Alþingi að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku svonefnds þriðja orkupakkans í EES-samninginn. Tillagan inniheldur fyrirvara um að áður en grunnvirki verði reist sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar Evrópusambandsins verði lagagrundvöllur gerðanna endurskoðaður og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.

Lesa áfram „Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi“
Deila þessu:

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Frétt mbl.is 20. mars 2019

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkismálaráðherra

„Þing­flokk­arn­ir voru meðal ann­ars að ræða þriðja orkupakk­ann og tengd mál. Ég og Þór­dís Kol­brún [R. Gylfa­dótt­ir, iðnaðarráðherra] vor­um að fara yfir þau mál með þing­flokk­un­um þrem,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Spurður um hvað fel­ist í mál­um sem hann seg­ir tengj­ast orkupakk­an­um, seg­ist ráðherr­ann ekki getað upp­lýst á þessu stigi ná­kvæm­lega hvert eðli þeirra mála sé.

„Við tók­um þess­ari gagn­rýni sem kom fram mjög al­var­lega og við höf­um verið að nýta tím­ann til þess að skoða þau mál og meta það. Á þessu stigi er ekki mikið meira um það að segja, annað en það að við frestuðum mál­inu og höf­um verið að skoða það í kjöl­inn meðal ann­ars með þeim sem hafa gagn­rýnt það harðast,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Sjá nánar frétt á mbl.is

Deila þessu:

Hvað er sameiginlegt með orkupakka þrjú og innflutningi á hráu kjöti?

Ögmundur Jónasson skrifar í Bændablaðið 14. mars 2019.

Ögmundur Jónasson

Í fyrstu er fátt að sjá sem er sameiginlegt. En þó þarf ekki að leita lengi til að sjá hvað það er. Það sem er sameiginlegt er afsal á lýðræðislegu valdi. 

Orkupakki þrjú á sér langan aðdraganda, allt aftur á miðjan síðasta áratug liðinnar aldar. Þá var birt í Brussel svokölluð grænbók um orkumál en í henni var kveðið á um að nú skyldi stefnt að því að líta á orku sem hverja aðra markaðsvöru.

Lesa áfram „Hvað er sameiginlegt með orkupakka þrjú og innflutningi á hráu kjöti?“
Deila þessu: