Viðar Guðjohnsen skrifar í Morgunblaðið 29. mars 2019
Nú virðist sem forysta Sjálfstæðisflokksins hafi einsett sér að keyra áfram undarlegt samevrópskt reglugerðarfargan á sviði orkumála með innleiðingu á svonefndum þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Innleiðing þriðja orkupakkans gengur þvert á síðustu landsfundarsamþykktir Sjálfstæðisflokksins.
Á landsfund mæta hátt í tvö þúsund kjörnir fulltrúar víðsvegar af landinu og ákveða stjórnmálastefnu flokksins. Vald landsfundar til stefnumörkunar er bundið í lög flokksins og með þessu skipulagi hefur skapast hófleg valddreifing innan flokksins.