Hjörleifur Guttormsson skrifar í Morgunblaðið 29. mars 2019
EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi árið 1993 með 33 atkvæðum gegn 23, en sex þingmenn sátu hjá, þar á meðal helmingur þingflokks Framsóknar og þrír sjálfstæðismenn. Samtök um óháð Ísland söfnuðu undirskriftum 34.378 kosningabærra manna gegn samningnum og afhentu þær Salóme Þorkelsdóttur þá forseta Alþingis. Jafnframt beindust áskoranir að Vigdísi forseta um að hún skrifaði ekki undir lögin um EES, þannig að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og ítrekað hafði verið krafist innan og utan þings. Vigdís varð ekki við þeirri áskorun, en ljóst var að hún tók málið nærri sér og íhugaði að segja af sér embætti af þessu tilefni (Mbl. 9. júlí 1996). Skömmu áður, eða 1992, hafði EES-samningurinn farið í þjóðaratkvæði í Sviss og verið felldur, og enn býr Sviss að þeirri niðurstöðu.
Lesa áfram „Afhendum ekki ESB völdin yfir íslenskum auðlindum með orkupakka 3“