Sigurður Þórðarson
”Í Silfri Egils sl. sunnudag, sem Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði, var gerð hörð atlaga að skoðanafrelsi almennings á orkupakka Evrópusambandsins númer 3. Þessi stjórnandi þáttarins tilheyrir þeim örlitla minnihluta (8%) sem kýs að kalla pakkann yfir þjóðina.”
Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019
Orkupakki ESB er eins og spenntur dýrabogi
Baldur Ágústsson:
„Pantaður eftirlaunadómari frá ESB var fenginn til að skrifa skýrslu um stöðu okkar gagnvart ESB. Hann var síðan fenginn til landsins til að segja okkur að ef við ekki segðum já, þá myndi ESB hugsanlega refsa okkur; takmarka réttindi okkar í EES og sýna hörku, m.a. vegna þess að ESB vantar orku þar höfum við það!”
Nánar í Mbl þ. 16. maí 2019
Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn frá ESB
Haraldur Ólafsson:
“Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar.”
Nánar í Fréttablaðinu þ. 16. maí 2019
Stendur til að breyta nafni VG í „Hreyfingin, framboð“?
Ögmundur Jónasson:
„Og hvað hinn skelfilega glæp áhrærir að eldast með árunum þá skal ég játa að með aldrinum hefur ekki dregið úr andstöðu minni við einkavæðingu grunnþjónustu. Ég hef leyft mér að skýra það í ljósi þeirrar reynslu sem einkavæðingin hefur fært okkur, óhagkvæmara kerfi með rándýrum milliliðum sem maka krókinn á kostnað samfélagsins. Varla eru það elliglöp að koma auga á þetta?
Auðvitað á ekki að láta oflátunga á fjölmiðlum eða Alþingi komast upp með að þagga niður umræðu með því að gera lítið úr fólki vegna aldurs. Þar fyrir utan getur það varla talist rétt að horfa framhjá öllu unga fólkinu sem vill að orkan sé okkar,“
Nánar á vefsíðu Viljinn.is þ. 15. maí 2019
Orkupakkinn á Alþingi: Pólitísk mistök
Jónas Elíasson:
”Að samþykkja markaðsreglurnar og neita að tengjast markaðnum er pólitískt klúður í stíl við Brexit. Það mundi gera okkur að almennu aðhlátursefni um alla Evrópu rétt eins og Breta.”
Nánar í Mbl. þ. 15. maí 2019