Stendur til að breyta nafn­i VG í „Hreyf­ing­in, fram­boð“?

Ögmundur Jónasson f.v. ráðherra

Ögmundur Jónasson:
„Og hvað hinn skelfi­lega glæp áhrær­ir að eld­ast með ár­un­um þá skal ég játa að með aldr­in­um hef­ur ekki dregið úr and­stöðu minni við einka­væðingu grunnþjón­ustu. Ég hef leyft mér að skýra það í ljósi þeirr­ar reynslu sem einka­væðing­in hef­ur fært okk­ur, óhag­kvæm­ara kerfi með rán­dýr­um milliliðum sem maka krók­inn á kostnað sam­fé­lags­ins. Varla eru það elli­glöp að koma auga á þetta?
Auðvitað á ekki að láta of­látunga á fjöl­miðlum eða Alþingi kom­ast upp með að þagga niður umræðu með því að gera lítið úr fólki vegna ald­urs. Þar fyr­ir utan get­ur það varla tal­ist rétt að horfa fram­hjá öllu unga fólk­inu sem vill að ork­an sé okk­ar,“

Nánar á vefsíðu Viljinn.is þ. 15. maí 2019

Deila þessu: