Elliði Vignisson í viðtali vð Mbl:
EES-samningurinn (sá sem liggur til grundvallar Orkupakka 3) er yfirþjóðlegur samningur og brýtur því gegn stjórnarskrá Íslands .
„Hvernig getur það farið saman að þeir sem stuðst hafa við orð Baudenbachers um Orkupakka 3, og notað þau til marks um mikilvægi þess að hann verði samþykktur, bregðast ókvæða við þegar bent er á að skoða þurfi nánar EES-samninginn sem liggur til grundvallar?“
Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB
Friðrik Daníelsson:
“ Stefna ESB, eða réttara sagt draumar, er að „nýta orku aðildarlanda í þágu sambandsins“, mynda stórt samtengt orkukerfi ESB/EES með orkuver og orkufyrirtæki í einkaeigu sem lúta stjórnvaldi ESB eingöngu, án afskipta heimamanna.“
Plástur Haraldar settur á rangt sár
Bergþór Ólason:
“ Þeir finnast enn sem telja að best hefði verið að samþykkja Icesavesamningana, jafnvel finnast þeir sem telja að best hefði verið að samþykkja svokallaðan Svavarssamning, sem var alverstur. Ég hef haldið því fram að sú skoðun byggist á misskilningi á Icesavemálinu í heild, þeir sem halda þessu fram átti sig ekki á hvar áhættan lá í málinu. Svipuð staða er komin upp í málum tengdum þriðja orkupakkanum. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom fram með tillögu að lausn á þeim ágreiningi sem uppi er í aðsendri grein í Morgunblaðinu 8. júlí sl.
Meira á vefsíðu Mbl. þ. 30. júlí 2019
Ríkisstjórn og meirihluti þingmanna á háskalegum villigötum
Hjörleifur Guttormsson skrifar:
“Í stað þess að breyta Orkustofnun í verkfæri í höndum ESB ætti að tryggja að stofnunin lúti betur almannahagsmunum en nú gerist, þar á meðal um verndun og hlífð gagnvart náttúru landsins.”
Nánar á vef Mbl. þ. 25. júlí 2019
500 plaköt farin í dreifingu
Af 1.000 plakötum eru 500 farin í dreifingu. Bæði karlar og konur hafa sett sig í samband við okkur og sótt plaköt til upphengingar á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Eins höfum við sent plaköt norður í Húnavatnssýslu, Akureyri og Húsavík.
Enginn hefur þó verið eins stórvirkur í upphengingjunum eins og amman úr Mosfellsbænum sem er búin að hengja upp 70 plaköt á undanförnum dögum. Þegar við vildum þakka henni fyrir, fyrir hönd samtakanna svaraði hún að bragði: „Ég er ekki að þessu fyrir ykkur. Ég er að þessu fyrir afkomendur mína.“
Það vantar enn þá fólk til að hengja upp á nokkrum stöðum á landinu. Þar má nefna Vestfirði, Snæfellsnes, Reykjanes og Suðausturhornið. Það vantar líka fólk til að dreifa á nokkrum stöðum á Austfjörðum og einnig í bæjum og þorpum út með Eyjafirði og á Tröllaskaga.
Búinn hefur verið til viðburður í kringum dreifinguna á plakötunum og eru áhugasamir hvattir til að melda sig á hann. Þar er einning hægt að finna nákvæmari upplýsingar um það hvar vantar fólk til að hengja upp og hvert er hægt að snúa sér til að nálgast plaköt. Eins má benda á frétt um útgáfu plakatanna frá því í síðustu viku.