Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur verið harðlega gagnnrýndur fyrir að taka málstað Orkunnar okkar umræðum um þriðja orkupakka ESB.
„Hvað O3 viðvíkur, þá lít ég á það mál sem mælikvarða á heilbrigði íslensks lýðræðis og um leið sem prófstein samviskunnar gagnvart þingmönnum þjóðarinnar. Umræður um málið hafa leitt í ljós óvissu um það hvernig Alþingi geti sett hindranir fyrir lagningu sæstrengs þannig að ESA og EFTA-dómstóllinn líti ekki á þær sem hindranir í skilningi O3 og annarra ákvæða EES-samningsins. Út frá almennum reglum um sönnun hlýtur það að hvíla á fylgismönnum O3 að sýna fram á að að slík leið sé fær. Það hafa þeir ekki gert. Allan vafa í þessum efnum ber þingmönnum að skýra íslenskri þjóð í vil, en ekki O3 eða ESB.“
Orkan okkar – Áhugaverð þverpólitísk samtök
Styrmir Gunnarsson skrifar í Mbl:
„Kjarni málsins er þó sá, að umræðurnar um orkupakkann sýna, að umboðinu, sem kjörnir fulltrúar hafa frá kjósendum, eru takmörk sett. Þeir sjálfir verða að átta sig á hvar þau mörk liggja og að það getur haft pólitískar afleiðingar fyrir þá sjálfa, ef þeir virða þau ekki.”
Orkuútrás í boði EES-samningsins
Guðrún Sæmundsdóttir skrifar á FB:
“ Ein stærsta lygin sem stuðningsmenn Orkupakkans beita í sinni baráttu er sú að EES-samningnum sé að þakka fyrir gott efnahagsástand á Íslandi og með synjun O#3 þá sé hann í hættu. Sannleikurinn er sá að EES-samningurinn gerði útrásarvíkingum kleift að rústa efnahag þjóðarinnar og valda því að þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín. Það var óvæntur ferðamannastraumur sem reisti efnahag landsins úr rústum en þó eiga margar fjölskyldur enn um sárt að binda og eru fjötraðar í fátækt vegna afleiðinga efnahagshrunsins. „Orkuútrásin“ í boði EES-samningsins er hafin og það á að græða svo mikið á hækkun raforkuverðs að ástæða þykir til að stofna sérstakan þjóðarsjóð fyrir gróðann. Þessa verðhækkun eiga heimilin og fyrirtækin í landinu að borga.
Límmiða í afturgluggann á bílnum?
Nú getur þú keypt límmiða í bílinn þinn og styrkt samtökin í leiðinni. „Samtökin munu nota framlögin til að kosta vefsíðu, opna fundi, gerð kynningarefnis og birtingu auglýsinga.“ (sjá meira)
Miðar eru pantaðir með því að senda póst á orkanokkar@gmail.com Varðandi staðfestingu á greiðslu þá má senda hana:
- með SMS-i í síma 849 77 16 um leið og þú greiðir
- á póstfangið orkanokkar@gmail.com um leið og þú greiðir
- sem skjáskot af staðfestingunni á sama póstfang
- sýna greiðslustaðfestinguna við afhendingu
Það er líka hægt að staðgreiða við afhendingu. Þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu geta nálgast miða á tveimur stöðum:
- hjá Rakel sem býr í Grafarvoginum. Sími: 849 77 16
- hjá Elinóru Ingu sem býr í póstfangi 108. Sími 898 46 61
Nánari upplýsingar í staðfestingarpósti eða símtali við aðra hvora. Miðar verða póstsendir til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og eru þeir því beðnir um að láta upplýsingar um heimilisfang fylgja með í pöntuninni.
Ef þú ert á Instagram væri gaman að sjá myndir inni á #orkanokkar Við erum með sama myllumerki/hastag á Twitter.
Tvær spurningar til Bjarna Más frá Þórarni
Undanfarna daga hafa töluverðar umræður spunnist um skrif lögfræðinganna Arnars Þórs Jónssonar og Bjarna Más Magnússonar um álitamál sem varða 3. orkupakkann.
Bjarni Már, sem er fylgjandi innleiðingu orkupakkans, birti grein í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag. Í tilefni hennar benti Arnar Þór, sem er á móti innleiðingunni, honum á þrjú lögfræðileg grundvallaratriði varðandi EES-samningin og þjóðarrétt. Þetta gerir hann í stöðuuppfærslu á Facebook sem lýkur á þessari afleiddu niðurstöðu um grein Bjarna:
Með vísan til alls þessa tel ég að grein Bjarna Más sé ekki málefnalegt innlegg í umræðu um þriðja orkupakkann
Í nýjustu stöðuuppfærslu Arnars Þórs vekur hann athygli á tveimur spurningum til Bjarna Más. Spurningarnar eru settar fram við fyrrgreinda stöðufærslu Arnars Þórs og koma frá Þórarni Einarssyni.
lesa áfram