
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur verið harðlega gagnnrýndur fyrir að taka málstað Orkunnar okkar umræðum um þriðja orkupakka ESB.
„Hvað O3 viðvíkur, þá lít ég á það mál sem mælikvarða á heilbrigði íslensks lýðræðis og um leið sem prófstein samviskunnar gagnvart þingmönnum þjóðarinnar. Umræður um málið hafa leitt í ljós óvissu um það hvernig Alþingi geti sett hindranir fyrir lagningu sæstrengs þannig að ESA og EFTA-dómstóllinn líti ekki á þær sem hindranir í skilningi O3 og annarra ákvæða EES-samningsins. Út frá almennum reglum um sönnun hlýtur það að hvíla á fylgismönnum O3 að sýna fram á að að slík leið sé fær. Það hafa þeir ekki gert. Allan vafa í þessum efnum ber þingmönnum að skýra íslenskri þjóð í vil, en ekki O3 eða ESB.“