Ekkert frelsi lengur til að verja?

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur verið harðlega gagnnrýndur fyrir að taka málstað Orkunnar okkar umræðum um þriðja orkupakka ESB.
„Hvað O3 viðvíkur, þá lít ég á það mál sem mælikvarða á heilbrigði íslensks lýðræðis og um leið sem prófstein samviskunnar gagnvart þingmönnum þjóðarinnar. Umræður um málið hafa leitt í ljós óvissu um það hvernig Alþingi geti sett hindranir fyrir lagningu sæstrengs þannig að ESA og EFTA-dómstóllinn líti ekki á þær sem hindranir í skilningi O3 og annarra ákvæða EES-samningsins. Út frá almennum reglum um sönnun hlýtur það að hvíla á fylgismönnum O3 að sýna fram á að að slík leið sé fær. Það hafa þeir ekki gert. Allan vafa í þessum efnum ber þingmönnum að skýra íslenskri þjóð í vil, en ekki O3 eða ESB.“

Arnar Þór heldur áfram:

„Ég lít á það sem ógn við borgarlegt frelsi og sem háskalega uppgjöf gagnvart lögunum sem valdbeitingartóli þegar jafnvel lögfræðingar hætta að hreyfa andmælum á þeim forsendum að ákvarðanir um innleiðingu erlendra reglna hafi „þegar verið teknar“ og að okkur beri „að ganga frá þeim formlega“ ef við viljum áfram vera aðilar að EES. Slíkt hugarfar, sem í viljalausri þjónkun kýs að játast undir óbeislaða útþenslu setts réttar, grefur undan tilverurétti laganna sjálfra því að lokum verður ekkert frelsi eftir til að verja.“

Nánar á vef Mbl þ. 3. ágúst 2019

Deila þessu: