Skaðabótakröfur á hendur Íslandi gætu hlaupið á milljörðum, höfði ESB mál vegna 3. orkupakkans

Hús hæstaréttar í Reykjavík

Fjórir hæstaréttarlögmenn rita grein í Morgunblaðið 7. ágúst til að vara við hættu á skaðabótamálum gegn ríkinu verði orkupakkinn samþykktur: „Rafmagn er vara samkvæmt EES-reglum og fellur því undir fjórfrelsið svonefnda, sem tryggir frjálst flæði á fólki, vörum, fjármagni og þjónustu innan svæðisins. Með þriðja orkupakkanum skuldbindur Ísland sig til að innleiða reglur um flutning raforku yfir landamæri þar á meðal um sæstrengi.

Lesa áfram „Skaðabótakröfur á hendur Íslandi gætu hlaupið á milljörðum, höfði ESB mál vegna 3. orkupakkans“
Deila þessu:

ESB stefnir Belgíu vegna 3. orkupakkans

Orkumálastjóri ESB

Belgía hefur þegar tengst Orkukerfi Evrópu en neitar að falla undir ACER (eins og íslenskir ráðamenn segja að þeir þurfi ekki að gera vegna þess að Ísland verður ekki TENGT). EN ESB sættir sig ekki við þá skýringu því þarna skiptir TENGILEYSIÐ engu máli. Hvernig ætlar Alþingi að túlka þetta?

Nánar á fréttavef Mbl þ. 6. ágúst 2019

og á fréttavef ESB:

Deila þessu:

ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS – ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

Vefsíða Ögmundar Jónassonar f.v. ráðherra

Kári skrifar:
„Þegar sjónum er beint að lögsögu (jurisdiction) Evrópuréttar og efnahagslögsögu (EEZ) aðildarríkja ESB kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda sterklega til þess að Evrópurétti verði beitt innan efnahagslögsögu ríkja, svo lengi sem aðildarríki [ESB] hefur lögsögu. Enda þótt Evrópusambandið hafi ekki sjálfstæða lögsögu, óháð aðildarríkjum sínum, þá kunna reglugerðir ESB, sem hafa bein réttaráhrif, einnig að hafa réttaráhrif innan efnahagslögsögu.“

Nánar á Ögmundur.is þ. 3. ágúst 2019

Deila þessu:

Ekkert frelsi lengur til að verja?

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur verið harðlega gagnnrýndur fyrir að taka málstað Orkunnar okkar umræðum um þriðja orkupakka ESB.
„Hvað O3 viðvíkur, þá lít ég á það mál sem mælikvarða á heilbrigði íslensks lýðræðis og um leið sem prófstein samviskunnar gagnvart þingmönnum þjóðarinnar. Umræður um málið hafa leitt í ljós óvissu um það hvernig Alþingi geti sett hindranir fyrir lagningu sæstrengs þannig að ESA og EFTA-dómstóllinn líti ekki á þær sem hindranir í skilningi O3 og annarra ákvæða EES-samningsins. Út frá almennum reglum um sönnun hlýtur það að hvíla á fylgismönnum O3 að sýna fram á að að slík leið sé fær. Það hafa þeir ekki gert. Allan vafa í þessum efnum ber þingmönnum að skýra íslenskri þjóð í vil, en ekki O3 eða ESB.“

Lesa áfram „Ekkert frelsi lengur til að verja?“
Deila þessu: