Ríkisstjórn Íslands hefur ítrekað neitað því að verið sé að undirbúa lagningu sæstrengs til Íslands þrátt fyrir að Ice-Link sæstrengur hafi verið á forgangslista ESB a.m.k. frá árinu 2017 með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda og þrátt fyrir að tvö almannafyrirtæki hér á landi starfi fyrir erlenda fjárfesta, sem þegar hafa eytt a.m.k. einum og hálfum milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands.
Athygli vekur að starfsmenn þessarra almannafyrirtækja tengjast með einum eða öðrum hætti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins svo og Steingrími J. Sigfússyni núv. forseta Alþingis og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Þetta og fleira kemur fram á fréttavef Mbl. þ. 18. maí 2019