Kathrine Kleveland, leiðtogi Nei til EU í Noregi:
„Bæði Noregur og Ísland hafa ákveðið að standa utan Evrópusambandsins og þá vil ég meina að bæði löndin hafa sameiginlega hagsmuni af því að hafna valdaframsali til ESB. Þetta mál snýst um afsal fullveldis,“ segir Kleveland sem bendir á að það sé hlutverk samtakanna að vinna gegn fullveldisframsali til Evrópusambandsins.“
„Okkur þykir aðdáunarverður kraftur í herferðinni á Íslandi gegn ACER-málinu (orkupakkanum) og í því samhengi höfum við ekki haft nein áhrif. Þarna hlýtur að vera um að ræða öfluga andstöðu á Íslandi enda sýnir það hversu mikilvægt málið er fyrir hagsmuni Íslands þegar slíkur fjöldi fólks kemur að málinu,“ bætir Kleveland við.
Nánar á fréttavef Mbl. þ. 13. ágúst 2019