Werner Rasmusson:
„Margir gjalda varhug við samþykki þriðja orkupakkans og að hætta sé á því að við missum forræði á raforkunni okkar. Í Bændablaðinu hinn 29. maí sl. er fréttagrein þess efnis, að átta Evrópusambandsríkjum sé nú skylt að einkavæða vatnsaflsvirkjanir sínar. Í greininni kemur fram að Frakkland sé eitt þeirra ríkja og það leiti nú allra leiða til þess að komast hjá þeirri einkavæðingu. Ef Frakkar verða kúgaðir til hlýðni, hvað verður þá um okkur?”
Nánar í Mbl. þ. 15. júní 2019