Peter t. Ørebech prófessor í lögfræði við Háskólann í Tromsø í Noregi er einn þeirra sem munu flytja erindi á opnum fundi í Háskóla íslands um aukið vald Evrópusambandsins í orkumálum hér á landi.
Segir hann ályktanir Birgis Tjörva Péturssonar í greinargerð fyrir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem birtust í september ekki standast að því er Morgunblaðið segir frá. Þar segir Örebech að eignarréttarákvæði um orkuauðlindir verði ekki undanskilin fjórfrelsinu og reglum innri markaðar um að ekki megi gera upp á milli fyrirtækja innan þess.
Nánar á vefsíðu Viðskiptablaðsins