Sigurbjörn Svavarsson skrifar í Mbl þ. 10. apríl 2019:
“Tvö helstu rök ráð-herranna, sem fara með þetta mál, eru að þetta auki samkeppni til góða fyrir neytendur! Þá má spyrja; af hverju þurfum við meiri samkeppni um okkar eigin auðlindir, með lægsta orkuverð í Evrópu? Hin rök ráðherranna eru að ef málið verður ekki samþykkt, þá setji það EES-samninginn í uppnám! Spurningin er þá; að þrátt fyrir að heimilt sé að hafna tilskipunum, eru þá íslenskir stjórnmálamenn svo hræddir við ESB að þeir þora ekki að standa með framtíðarhagsmunum þjóðarinnar? Þetta mál er miklu stærra en Icesave, sem Alþingi varð þrisvar afturreka með og þjóðin ákvað niðurstöðuna. Þessu máli má líkja við að afhenda ESB stjórn fiskveiða við Ísland. Í gegnum EES-samninginn er troðið inn skilgreiningum sem aldrei voru í upprunalega samningnum og nú fellur hrátt kjöt og rafmagn undir vörur í fjórhelsinu og við eigum á hættu að missa stjórn á auðlindum þjóðarinnar, orku og landbúnað (undir hótunum heildsala um stórfelldar skaðabætur) fyrir ákvarðanir ESB.”
Sjá nánar í Morgunblaðinu þ. 10. apríl 2019