Styrmir Gunnarsson segir m.a. í grein sinni í Mbl. í dag: “Ef fiskimiðin við Ísland væru í einkaeign en ekki sameign þjóðarinnar eru þessi umsvif tengd orkuauðlind okkar sambærileg við það, að erlend fyrirtæki, með hulin markmið, væru að kaupa upp afmarkaða hluta þeirra og þá áreiðanlega öðrum til hagsbóta en því fólki, sem hér býr.
Hvernig stendur á því að íslenzk stjórnvöld láta þessa þróun á eignarhaldi á HS Orku afskiptalausa?
Hvernig stendur á því að Alþingi og ríkisstjórn virðast ekki einu sinni taka eftir því sem er að gerast á þessum vettvangi? Er til of mikils mælzt að einhver þingmaður á Alþingi Íslendinga láti sig þessi mál varða og spyrji spurninga?”
Sjá nánar í Morgunblaðinu 30. mars 2019