Ómar Geirsson:
„Þegar þingmenn fullyrða síðan fullum fetum að þeir hafi ekki afsalað neinu forræði, eða að regluverkið snúist um neytendavernd en ekki crossborder tengingar, þá er þeir annað hvort hreinræktaðir blábjánar, hafandi ekki vitsmuni til að skilja sínar eigin gjörðir, eða hreinræktaðir lygarar.“
—
„Nýting orkunnar á samfélagslegum forsendum, að framboð hennar sé öruggt og viðráðanleg öllum almenningi, er eitt af því góða við okkar samfélag, og varðandi atvinnulífið, samkeppnisforskot sem vinnur upp annað óhagræði sem fylgir smæð þjóðarinnar og fjarlægð frá mörkuðum. Um þetta hefur ríkt sátt að mestu en án allrar umræðu ætlar sá hluti alþingismanna, sem er fyrirmunað að segja satt orð um orkupakkann, að innleiða regluverk sem gerir ráð fyrir einum samevrópskum raforkumarkaði þar sem samkeppnismarkaðurinn ákveður raforkuverðið.“
Nánar á omargeirsson.blog.is þ. 31. ágúst 2019