Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir Utanríkismálanefnd Alþingis þ. 16. ágúst 2019 þar sem hann lagði fram minnisblað um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Í minnisblaðinu er meðal annars talað um að að skuldbinding við að laga sig að regluverki ESB í orkumálum muni fela í sér „takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum“. Hugarfar á þá leið að innleiða andmælalaust erlendar reglur, að játast undir „óbeislaða útþenslu setts réttar“ í „viljalausri þjónkun“, segir Arnar að grafi undan tilverurétti löggjafarþings Íslendinga og laganna sjálfra.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði málflutning Arnars móðgun við sig og aðra nefndarmenn. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng.
Minnisblað Arnars Þór er hægt að lesa í heild hér