Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þ. 15. ágúst 2019 vegna umræðna um 3. orkupakka ESB. Þar benti hann þingmönnum kurteislega á þá staðreynd, að það er Alþingi Íslendinga, sem á að fara með löggjafarvaldið hér á landi, en ekki „erlend nefnd“ (á vegum ESB).
„Við eigum ekki að lúta því að sameiginlega EES-nefndin fái tak á löggjafarvaldinu hér, bara af því að við þorum ekki að fara þarna inn og biðja um undanþágur eða mótmæla og gæta okkar hagsmuna með sómasamlegum hætti,“ sagði Arnar Þór.
„Þetta snýst ekkert um að þora. Þetta er bara mjög móðgandi,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir lotustuðningsmaður VG þá.
Harkaleg viðbrögð nefndarmanna vekja upp ýmsar spurningar. Eru nefndir Alþingis einungis að leita eftir „réttum“ svörum og álitum eða er þetta einungis eitt form af einelti?
Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 16. ágúst 2019