Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að hlusta á alla þá gagnrýni sem þetta mál hefur fengið á sig og afskrifa hana ekki sem þjóðernisraus og afturhald.
„Kannanir sýna að þjóðin hefur áhyggjur af hvað innleiðing 3 orkupakkans hefur í för með sér, í framtíðinni, en fyrir hana vinna kjörnir fulltrúar og embættismenn þar sem hagsmunir heildarinnar ættu að vera að leiðarljósi.“
„Það er eðlilegt að mál sem þetta þar sem framtíð orkuauðlinda þjóðarinnar blandast inn í sé umdeilt. Því er nauðsynlegt að allt í kringum það sé skýrt framsett og óvissu gæti ekki þannig að hægt sé að ala á úlfúð og hræðslu. Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig orkumálum verði umhaldið og nauðsynlegt er að almannaheill sé höfð í forgrunni.
Það væri að æra óstöðugan að týna til allt það sem sagt hefur verið um innleiðingu þriðja orkupakkans á síðustu mánuðum enda hefur umræðan, því miður, ekki verið á köflum mjög málefnaleg né farið í röksemdir og þarfir okkar sem þjóðar. Spilað hefur verið á tilfinningar og þá taktík að búa til óvini í umræðunni á báða bóga. Þá hefur það ekki einfaldað neinum að taka afstöðu til málsins að lögfrótt fólk hefur ruðst fram á ritvöllinn með mismunandi skilning og skoðanir á málinu.
Þetta segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, í grein á vefsíðu flokksins í dag, en þar má segja að hann leggi til undanhald ríkisstjórnarinnar í orkupakkamálinu og að leitað verði til sameiginlegu EES-nefndarinnar til að fá úr skorið um vafaatriði sem talin
Jón Björn segir nauðsynlegt að hlusta á alla þá gagnrýni sem þetta mál hefur fengið á sig og afskrifa hana ekki sem þjóðernisraus og afturhald.
„Kannanir sýna að þjóðin hefur áhyggjur af hvað innleiðing 3 orkupakkans hefur í för með sér, í framtíðinni, en fyrir hana vinna kjörnir fulltrúar og embættismenn þar sem hagsmunir heildarinnar ættu að vera að leiðarljósi.
Það er morgunljóst að við sem lítil og friðsæl þjóð þurfum að eiga í góðu samstarfi um heim allan. Bæði til að koma afurðum okkar í verð, flytja inn það sem okkur vantar og taka þátt í samstarfi þjóða á sem flestum sviðum til að leggja okkar að mörkum. Slík nauðsynleg samvinna er meðal annars fólgin í EES samningnum sem við höfum verið þáttakendur í síðastliðinn 25 ár og hefur fært okkur ýmsis lífsgæði sem við tökum orðið sem sjálfsögðum hlut. Engu að síður þurfum við í ljósi stærðar okkar og sérstöðu að nýta okkur undanþágur þar sem við á í því samstarfi og að tillit sé tekið til sérstöðu okkar sem lítils ríkis og um slíkt sé ekki vafi sem hægt er að rangtúlka.
Innleiðing orkupakka 3 er fyrsta mál á dagskrá þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir sumarfrí nú í lok ágúst. Að mínu mati er brýnt til að umræðan rati ekki í sama farið aftur, með tilheyrandi sundrungu, að þingheimur sammælist um það að málið, eins og það er nú sett fram með þeim fyrirvörum að hingað sé ekki hægt að leggja sæstreng án samþykkis Alþingis og þeir hlutar orkupakkans sem snúa að flutningi yfir landamæri taki ekki gildi, verði sent til sameiginlegu EES nefndarinnar til umsagnar og staðfestingar á því hvort áðurnefndir fyrirvarar haldi þannig að slíkt sé hafið yfir allan vafa. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir þá verði orkupakkinn fyrst innleiddur þegar óvissunni hefur verið eytt og rökin í málinu orðin skýr.
Það er eðlilegt að mál sem þetta þar sem framtíð orkuauðlinda þjóðarinnar blandast inn í sé umdeilt. Því er nauðsynlegt að allt í kringum það sé skýrt framsett og óvissu gæti ekki þannig að hægt sé að ala á úlfúð og hræðslu. Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig orkumálum verði umhaldið og nauðsynlegt er að almannaheill sé höfð í forgrunni.
Eitt af grunngildum Framsóknarflokksins sem samvinnuflokks í gegnum tíðina hefur verið slagorðið; Máttur hinna mörgu, þar endurspeglast að samvinna heildarinnar skilar ávallt meiru. Þó misjafnar skoðanir séu á samvinnu- eða einkarekstri þá hljótum við að geta verið öll sammála um að slík grunnstoð sem orkuauðlindir eru þurfa að vera í almannaeign og öll stjórnsýsla í kringum þær hafnar yfir vafa,“ segir hann.
Nánar á vefsíðu Viljans þ. 15. ágúst 2019