Páll Vilhjálmsson:
„Orkupakkinn mun leiða til æðisgengis kapphlaups auðmanna, innlendra og erlendra, að kaupa jarðir og réttindi til að framleiða og dreifa rafmagni. Auðmennirnir vita sem er að orkupakkinn er aðferð ESB til að tengja öll raforkukerfi þjóðríkjanna sem eiga aðild að orkustefnu ESB, sem heitir raunar Orkusamband ESB. Sæstrengur veit á tugmilljarða hagnað enda rafmagn í Evrópu mun dýrara en á Íslandi.“
„Þegar það rennur upp fyrir almenningi að orkupakkinn er ekkert þýðingarlaust smámál, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins vill vera láta, heldur víðtakt afsal á fullveldi þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum er bæði flokkur og forysta búin að vera.
Forysta XD getur engum kennt um nema sjálfri sér. Sjálfskaparvítin eru erfiðust.“
Nánar hér