Bjarni Harðarson:
„Atburðir sem nú eru að verða í samskiptum ESB við bæði Bretland og gestgjafalandið Belgíu kalla á að Íslendingar fresti því enn um sinn að afgreiða til fullnustu hinn umdeilda og vafasama orkupakka. Það er víðar en í grasrót Sjálfstæðisflokksins sem fólk vonast til að þingmenn vakni og gái að sér. Sum okkar hafa jafnvel bundið vonir við forsætisráðherra sem er úr flokki sem eitt sinn kenndi sig bæði við vinstrimennsku og umhverfisvernd.“ skrifar Bjarni Harðason í stórgóðri Morgunblaðsgrein 10. ágúst.
”Nú kann vel að vera að alþjóðleg frægð Gullfoss dugi honum þó til bjargar en hin íslensku víðerni og óbeisluð fallvötn hafa aldrei verið í meiri hættu heldur en á þessum haustdögum 2019. Síðasta vetur var deilt um hvort orkupökkum ESB fylgdi óhjákvæmilega lagning sæstrengs en þær raddir gerast nú hjáróma sem halda því fram að hægt sé að verjast skuldbindandi alþjóða-samningi með einföldum lagasetningum frá Alþingi. Enda væri þá allt alþjóðasamstarf einkennilegt ef þjóðir gætu jafnhliða samþykkt samninga við önnur ríki og lög í eigin þjóðþingum sem ógilda sömu samninga. Eins og margoft hefur verið bent á ganga alþjóðasamningar almennt framar en innlend lagasetning.”
Nánar í Mbl þ. 10. ágúst 2019