fbpx

Orkan okkar á samfélagsmiðlum

Orkan okkar er á samfélags- og netmiðlum þar sem fulltrúar samtakanna hafa haldið málstað andstæðinga 3. orkupakka ESB á lofti.

Myndrænt yfirlit yfir miðlana sem Orkan okkar hefur notað til að koma málstað sínum á framfæri

Fjölmiðlar hafa ekki verið duglegir við að koma málstað þeirra sem eru á móti orkupakkanum á framfæri. Þó eru nokkrar ánægjulegar undantekningar: Fréttatíminn, prentútgáfa Morgunblaðsins, Útvarp Saga og Viljinn. Einhverjir miðlar hafa hins vegar algerlega sniðgengið talsmenn samtakanna og aðra sem vilja hafna orkupakkanum.

Samtökin Orkan okkar hafa brugðist við þessu með því að nýta samfélagsmiðla. Miðalarnir sem við höfum notað eru auk þessarar vefsíðu:

  • Facebook þar sem við erum með bæði læksíðu og hóp
  • YouTube þar sem við höfum sett inn viðtöl við nokkra aðila sem eru á móti orkupakkanum ásamt einstöku upptökum
  • Instagram sem við settum í loftið í maí og erum að vinna að því að byggja upp
  • #OrkanOkkar á Twitter má hafa hérna með þó við höfum ekki notað það mikið

Hópurinn, Orkan okkar: Baráttuhópur, telur hátt í 8.000 meðlimi. Umræðurnar þar eru oft og tíðum býsna líflegar. Meðlimir hópsins ásamt fulltrúum samtakanna setja inn efni sem þeim finnst eiga við umræðuna. Læksíðan er komin með rúmlega 3.000 fylgjendur. Fulltrúar samtakanna eru þeir einu sem geta sett inn innlegg en fylgjendur og gestir geta sett athugasemdir við innlegg og sent skilaboð.

YouTube-rásin er með 46 áskrifendur. Viðtölin eru 18 með á milli 119-3.928 áhorf. Vinsælasta myndbandið er við Frosta Sigurjónsson. Við treystum okkur ekki til að gera upp á milli viðtalanna en mælum með þeim öllum.

Instagram-reikningurinn er yngstur en hann var settur í loftið í byrjun maí. Fylgjendur hans eru 105. Alla þessa miðla höfum við notað til að koma upplýsingum um orkupakkann, sem er nú til umræðu, og næstu orkupakka ásamt rökum sem mæla á móti innleiðingu á orkulöggjöf ESB.

Að lokum langar okkur til að minna á bankareikning samtakanna. Við tökum fagnandi á móti styrkjum til að standa straum af kostnaði vegna auglýsinga, prentunar á upplýsingaefni og öðrum framkvæmdum sem þarf að borga fyrir.

Mynd með upplýsingum um bankareikning samtakanna

Afgreiðslu 3. orkupakkans var vissulega frestað en það er rétt að hafa það hugfast að stefnt er að því að „af­greiða end­an­lega þings­álykt­un um þriðja orkupakk­ann 2. sept­em­ber 2019.“ (heimild mbl.is 18.o6.2019)

Deila þessu: