Arnar Þór Jónsson:
„Með þriðja orkupakkanum verður ekki betur séð en að við séum að játa okkur undir það og festa það í sessi að raforka, eins og hver önnur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vörum er fyrir hendi, skilgreining á raforku sem vöru er fyrir hendi, en með þriðja orkupakkanum kemur regluverk sem fjallar sérstaklega um tengingar á milli landa.“ segir Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Tekur Arnar Þór undir með þeim Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árna Friðrikssyni Hirst landsréttarlögmanni að lögfræðilega rétta leiðin í málinu með hliðsjón af EES-samningnum sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakkann með því að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara af löggjöfinni og vísa þar með málinu aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt væri óska eftir lagalega bindandi undanþágum. Fyrirvari ríkisstjórnarinnar ætti sér hins vegar enga slíka stoð í samningnum.
Nánar á vefsíðu Mbl.is þ. 6. júní 2019