Jón Þór Þorvaldsson:
„Samkvæmt könnunum er sáralítill stuðningur við orkupakkann meðal almennings. En ráðamenn, sem eru búnir að tala við sérfræðinga, trúa því að aðrir séu í bergmálshelli. Við Miðflokksmenn höfum fengið mikinn stuðning við baráttu okkar, ekki síst frá fólki sem tilheyrir tveimur af stjórnarflokkunum þremur. Það fólk þraukaði þegar ákveðið var að samþykkja Icesave, þegar neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað, og nú síðast þegar fóstureyðingar voru undir klappi og blístri á þingpöllum leyfðar fram að 23. viku meðgöngu, við atkvæðagreiðslu þar sem forsætisráðherra sagðist vilja leyfa fóstureyðingar allt fram að fæðingu. Nú horfir þetta fólk á kröfuna um innleiðingu orkupakkans og veit að næst ætla fulltrúar þess að opna fyrir innflutning á ófrosnu kjöti og eggjum, þvert gegn alvarlegum ráðleggingum lækna. Í því máli verður nákvæmlega jafn lítið gert með andstöðu eigin flokksmanna eða alls almennings. Þetta fólk er byrjað að skilja hvað mörgum ráðamönnum finnst um það í raun og veru. Það er bara á móti ríkisstjórninni og lífinu.“
Nánar í Mbl. þ. 1. júní 2019